Fara í innihald

Formáli

Í meira en 50 ár hafa ríkisstjórnir Norðurlanda unnið saman að málefnum kynjajafnréttis.
Norræna samstarfið hefur sífellt eflst og þróast og frá árinu 2020 hefur það einnig náð til réttinda hinsegin fólks.
Við á Norðurlöndum deilum sömu grunngildum, s.s. þeirri trú að allar manneskjur séu jafn mikils virði og að mannréttindi séu algild. Við búum við samfélög þar sem jafnræði og jafnrétti eru í hávegum höfð og erum þess vegna oft fyrirmynd annarra.
Við erum stöðug lýðræðisríki sem er annt um frið og frelsi og ekki síst frelsi einstaklingsins til að velja og móta líf sitt eftir eigin vilja. Þannig er frelsið frá neikvæðum kynjaímyndum og hefðbundum kynjahugmyndum á meðal sameiginlegra norrænna grunngilda.
Á Norðurlöndum eiga allir borgarar að finna fyrir öryggi og að þau tilheyri. Enginn á að þurfa að verða fyrir mismunun, hótunum eða ofbeldi vegna kyns, kynhneigðar eða kynvitundar.
Mikilvægt er að standa vörð um þessi sameiginlegu norrænu grunngildi sem við byggjum samfélög okkar á. Þegar réttindi hinsegin fólks eru dregin í efa víða um heim þá stöndum við vörð um jafnrétti, jafnræði og hugmyndina um að allar manneskjur séu jafn mikils virði.
Við getum ekki gengið að slíkum mannréttindum vísum og því þurfum við að standa vörð um þann árangur sem við höfum náð á Norðurlöndum. Þess vegna höldum við áfram norræna samstarfinu um kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks til ársins 2030.
forord_2.jpg
Paulina Brandberg, jafnréttis- og vinnumálaráðherra Svíþjóðar og Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
paulina.png
Paulina Brandberg
jafnréttis- og vinnumálaráðherra Svíþjóðar
665489ca9dd46_GS underskrift KE 2023_svart.png
Karen Ellemann
framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar