Gå til indhold

Samantekt á íslensku: ársskýrsla Info Norden

Info Norden er elsta og eina alnorræna upplýsingaþjónustan fyrir íbúa Norðurlandanna. Þjónustan er mikilvægur hlekkur í vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi framtíðarsýn 2030 um sjálfbær og samþætt Norðurlönd með frjálsri för fyrir íbúa og fyrirtæki.

  1. 25 ár með Info Norden: Árið 2023 fagnaði Info Norden 25 árum með upplýsingum um frjálsa för og baráttu gegn stjórnsýsluhindrunum á Norðurlöndum. Afmælinu var meðal annars fagnað á þingi Norðurlandaráðs í Osló og með ráðstefnu í Kaupmannahöfn. 
  2. Metfjöldi heimsókna á heimasíður Info Norden: Heimasíður Info Norden fengu árið 2023 í fyrsta sinn fleiri en tvær milljónir heimsókna. Síðurnar voru skoðaðar í 2,6 milljón skipti. Notendur leita helst upplýsinga um Noreg. Sjö af tíu mest lesnu greinum Info Norden fjalla um Noreg. 
  3. Heimasíður Info Norden tryggja að notendur finni á skilvirkan hátt, upplýsingar á internetinu: Þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölda fyrirspurna, frá 5.370 á metárinu 2022 í 4.614 árið 2023, þá vitnar fjöldi heimsókna á heimasíður Info Norden að fleiri notendur finni þær upplýsingar sem þeir leita að, án þess að hafa samband við Info norden. Þannig hefur hlutfall fyrirspurna í samhengi við fjölda heimsókna dregist saman frá 2,8 fyrirspurnum á hverjar 1000 heimsóknir árið 2022 í 2,3 fyrirspurnir árið 2023. Þetta er í samræmi við markmið Info Norden um að sem flestir notendur fái svör við þeim spurningum sem þeir hafa á norden.org. 
  4. Auðveldara að tilkynna stjórnsýsluhindranir: Info Norden hefur skerpt á samskiptum varðandi að safna saman stjórnsýsluhindrunum með því að einfalda notendum að nota leiðir Info Norden til að tilkynna hindranir og vandamál tengdum frjálsri för. Heildarfjöldi fyrirspurna frá notendum, sem Info Norden hefur skráð sem mögulegar stjórnsýsluhindranir, jókst í 32,9 fyrir hverjar 1.000 fyrirspurnir árið 2023, samanborið við 25,5 árið á undan. 
  5. Norrænt samstarf sem gott fordæmi í Brussel: Info Norden var með framsögu á ráðstefnu European Citizen Action Services sem bar nafnið “ State of the Union Citizens' Rights” um  að veita almenningi og fyrirtækjum á Norðurlöndum bæði upplýsingar og stuðning. Info Norden kynnti Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030  um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims, og sagði í því samhengi frá sögu vinnunnar við  að fjarlægja hindranir á Norðurlöndum og stuðla að frjálsri för. 
  6. Þemafundir um norrænar stjórnsýsluhindranir: Árið 2023 skipulagði Info Norden fjölda þema funda um stjórnsýsluhindranir fyrir samstarfsaðila sína sem ýmist voru haldnir í hverju landi fyrir sig eða á sviði Evrópusamvinnu. Info Norden stóð að upplýsingafundi fyrir stjórnsýsluhindrana samstarfsnet Finnlands um ESB reglugerðina   Single Digital Gateway og innleiðingu Once Only Technical System á Norðurlöndunum. Þegar almannatrygginganefnd sænska þingsins var í námsheimsókn í Osló, kynnti Info Norden þau fyrir stjórnsýsluhindrunum innan starfsumhverfis nefndarinnar. 
  7. Áhugi fjölmiðla á sérþekkingu Info Norden: Árið 2023 voru viðburðir Info Norden meira áberandi í norrænum fjölmiðlum, sérstaklega í tengslum við afmælið, og vegna sérþekkingu verkefnastjóranna, þegar snýr að frjálsri för á Norðurlöndunum. Umfjöllunin um Info Norden hefur varpað ljósi á fjölda möguleika og áskoranna sem íbúar verða fyrir þegar þeir ætla að flytja, stunda vinnu eða nám þvert á norrænu landamærin; svo sem með því að flytja frá Finnlandi til Noregs, vandamál við að opna bankareikning í Svíþjóð og sérstök réttindi norrænna ríkisborgara. 
  8. Norræn samvinna á dagskránni á degi Norðurlandanna: Á degi Norðurlandanna, 23.mars, fagnar norræn samvinna því að vera elsta svæðisbundna ríkjasamvinna í heimi, meðal annars með umræðum um málefni líðandi stundar á Norðurlöndunum. Info Norden tók þátt í viðburðum í mörgum löndum. Í einni umræðunni voru norrænir sendiherrar hvattir til að taka að sér að efla samstarf Norðurlandanna. Í annarri umræðu ræddu frambjóðendur til þingkosninga í Finnlandi hvernig best væri að sameina þjóðarhagsmuni og sameiginlega norræna hagsmuni, á þann hátt sem gagnast borgurum og fyrirtækjum á Norðurlöndum. Yfir 1.000 þátttakendur tóku samanlagt þátt í viðburðunum. 
  9. Info Norden nær til Vestnorrænna ungmenna: Í stórum hluta af Vestnorræna landssvæðinu hefur Info Norden tekið þátt í viðburðum sem er beint að almenningi. Með ferð til byggða á Suður-Grænlandi, heimsóknum á viðburði tengda vinnumálum  og upplýsingafundum á unglingafræðslu í Færeyjum og á Íslandi hefur Info Norden upplýst um tækifæri til að starfa og læra erlendis.
  10. Gott samstarf með sendiherrum Norðurlandanna: Info Norden hefur byggt upp jákvætt og uppbyggilegt samstarf við norræn sendiráð. Samstarfið beinist einkum að því að auðvelda skilvirk upplýsingaskipti um áskoranir sem íbúar Norðurlanda standa frammi fyrir þegar þeir ætla að flytja, stunda vinnu eða nám í öðru Norrænu landi. Info Norden og sendiráðin hafa á árinu verið í sambandi bæði á formlegum sameiginlegum upplýsingafundum og í gegnum áframhaldandi samræður um áskoranir. 
0W3A0047.jpg
Info Norden fagnaði afmæli sínu á þingi Norðurlandaráðs. Forseti Norðurlandaráðs, Jorodd Asphjell, skar kökuna. (Mynd: Magnus Fröberberg/Norden.org) 
“Í yfir 25 ár hefur Info Norden sett Norðurlöndin á dagskrá, svo að við stjórnmálamennirnir getum gert hversdaginn einfaldari fyrir norræna borgara. Ég er sannfærður um að það er þörf fyrir Info Norden í mörg ár til viðbótar vegna þess að Norðurlöndin samanstanda af átta löndum með mismunandi löggjöf sem er í stöðugri þróun.“
Morten Dahlin, samstarfsráðherra Danmerkur.

Hvað er Info Norden?

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið þjónustunnar er að einfalda einstaklingum frjálsa för um Norðurlöndin. Info Norden veitir yfirsýn og upplýsingar til þeirra sem vilja flytja, vinna, stunda nám eða stofna fyrirtæki á Norðurlöndunum. Info Norden veitir einnig upplýsingar um norræn styrkjakerfi og um norræna samvinnu. 
Info Norden þróar og heldur úti vefsíðum í samvinnu við yfirvöld á Norðurlöndum, svarar fyrirspurnum frá notendum, tilkynnir mögulegar stjórnsýsluhindranir til Stjórnsýsluhindranaráðsins og skipuleggur upplýsingaviðburði  sem beinast að stjórnvöldum, málsaðilum og öðrum áhugasömum. 
Info Norden rekur skrifstofur í öllum átta höfuðborgum Norðurlandanna og svarar fyrirspurnum á dönsku, finsku, færeysku, íslensku, norsku, sænsku og ensku.

Þekking og nýsköpun:
Norræna ráðherranefndin mun styðja þekkingu og nýsköpun og auðvelda fyrirtækjum á öllum Norðurlöndum að nýta til fulls þá þróunarmöguleika sem felast í grænum, tæknilegum og stafrænum umskiptum og hinu vaxandi lífhagkerfi.
Vinnumál:
Norræna ráðherranefndin mun þróa færni og öfluga vinnumarkaði sem standast kröfur grænna umskipta og stafrænnar þróunar og styðja frjálsa för á Norðurlöndum.
Fjáls för og stjórnsýsluhindranir: 
Norræna ráðherranefndin mun nýta stafræn umskipti og menntun til að færa Norðurlönd nær hvert öðru.
Info Norden vinnur að því að gera Norðurlöndin samkeppnishæfari í samræmi við Framtíðarsýnina okkar 2030