Tilgangur

Hugveitan hittist fimm sinnum til að ræða um mismunandi efni tengd spurningunum tveimur. Hugveituna skipa fulltrúar vinnumarkaðarins, starfsmenntaskólanna, ungs fólks og þings Norðurlandaráðs.
Hugveitan hefur auk þess aðgang að ráðgjafateymi sérfræðinga á einstökum sviðum. Hugveitan hefur stöðugt getað leitað til meðlima ráðgjafateymisins og hefur ráðgjafateymið sömuleiðis fengið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum um þessa skýrslu. Nánari upplýsingar um hlutverk ráðgjafateymisins og lista yfir meðlimi hans er að finna í viðauka.
Hugveitan nýtur stuðnings samtarfsaðila Norðurlandaráðs, Resonans Nordic, en fulltrúar hans eru:
 • Jakob Rasborg: Ábyrgðaraðili verkefnisins, stjórnandi funda hugveitunnar og aðalhöfundur þessarar skýrslu.
 • Emil Kragh-Schwarz: Verkefnisstjóri og meðhöfundur þessarar skýrslu.

Meðlimir hugveitunnar

Þar sem hugveitan leggur áherslu að finna almennar lausnir hefur þótt mikilvægt að meðlimir hennar hafi almenna þekkingu og geti fundið lausnir sem hafa almennt notagildi. Þeir hafa engu að síður getað boðið samstarfsfólki með sértækari þekkingu á fundi hugveitunnar þegar slíkrar þekkingar var þörf, til dæmis í tengslum við tilteknar atvinnugreinar, verkefni eða mál. Fastir meðlimir hugveitunnar eru eftirfarandi:

Fulltrúar vinnumarkaðarins

Fulltrúar vinnumarkaðarins eru í mörgum tilvikum aðilar sem geta leyst úr stjórnsýsluhindrun með því að viðurkenna námskeið, vottorð, menntun eða skilríki þvert á landamæri á Norðurlöndum. Þeir geta einnig komið á framfæri sjónarmiðum launþega og vinnuveitanda til að auka áhuga á starfsmiðuðu námi.

Fulltrúar launþega eru:

 • Magnus Gissler, NFS – Samband norrænna verkalýðsfélaga
 • Milla Järvelin, NFS – Samband norrænna verkalýðsfélaga

Fulltrúar atvinnurekenda eru:

 • Mia Bernhardsen, Svenskt Näringsliv
 • Pär Lundström, Installatörsföretagen
 • Tormod Skjerve, Skjerve Kompetanse (Noregi)
 • Mirja Hannula, EK – Finlands Näringsliv
 • Claus Rosenkrands, Dansk Erhverv

Starfsnámsskólar

Þeir aðilar sem bjóða upp á starfmenntun upplifa að nám þeirra sé ekki viðurkennt í öðrum norrænum löndum. Sumir þerra vilja vera hluti af lausninni – til dæmis með því að breyta námsskrám eða leggja fram þekkingu sem getur gagnast við hrekja þá hugmynd að menntunin sé ófullnægjandi. Starfsnámsskólar eru í kjörstöðu til að greina hvernig auka megi áhuga ungs fólks á því námi sem þau bjóða. Fulltrúar starfsnámsskóla eru:
 • Leif Lahti, Utbildning Nord (Svíþjóð, Finnlandi og Noregi)
 • Ole Heinager, Danske Erhvervsskoler og Gymnasier
 • Hildur Ingvarsdóttir, Tækniskólanum

Æskulýðssamtök

Ungt fólk er kjarninn í markhópi starfsmenntunar. Þess vegna er lykilatriði að fá sjónarmið þeirra um efnistök einstakra verkefna til að gera starfsmenntun áhugaverðari. Æskulýðssamtök hafa tekið þátt á fundum 3, 4 og 5 og fulltrúi þeirra er:
 • Annika Lyytikäinen, Norðurlandaráð æskunnar

Þingmenn

Þingmenn Norðurlandaráðs taka þátt í hugveitunni með því að gefa innsýn sína inn í hönnun einstakra verkefna. Það er gert til að tryggja faglega innsýn og til að tryggja að tillögum hugveitunnar verið komið á framfæri með þeim hætti sem gefur þeim slagkraft og stuðning í stjórnmálakerfinu. Fulltrúar þingsins eru:
 • Bertel Haarder, forsætisnefnd
 • Lulu Ranne, forsætisnefnd
 • Jorodd Asphjell, forsætisnefnd
 • Veronika Honkasalo, þekkingar- og menningarnefnd
 • Liv Kari Eskeland, hagvaxtar- og þróunarnefnd
 • Kjell-Arne Ottosson, hagvaxtar og þróunarnefnd

Norðurlandaráð

Norðurlandaráð er eigandi verkefnisins og sendandi verkefnisins, efnis þess og aðgerða. Norðurlandaráð ber ábyrgð á að koma afrakstri af vinnu hugveitunnar til skila til viðeigandi aðila. Skrifstofa Norðurlandaráðs hefur auk þess tekið þátt á öllum fundum hugveitunnar, þar sem fulltrúar hennar hafa verið til staðar til að svara spurningum meðlima hugveitunnar. Fulltrúar skrifstofunnar eru:
 • Michael Matz, þekkingar- og menningarnefndin
 • Claes Håkansson, hagvaxtar- og þróunarnefndin
Í viðauka er að finna stutt ágrip um hvern meðlim hugveitunnar.

Stjórnsýsluhindranaráð

Stjórnsýsluhindranaráðið meðfjármagnar verkefnið og tekur þátt í hugveitunni. Það er til að tryggja að uppbyggilegar og varanlegar lausnir finnist, sérstaklega í tengslum við starfsgreinabundnar hindranir. Auk þess á ráðið þátt í að tryggja að ráðleggingar hugveitunnar verði formaðar og þeim komið til skila á máta sem gefur þeim slagkraft og stuðning bæði innanlands og á norrænum vettvangi. Fulltrúi ráðsins er formaður þess árið 2022:
 • Vibeke Hammer Madsen

Ferlið eins og það leggur sig

Hugveitan hefur fundað fimm sinnum. Fulltrúar þingsins sátu ekki fyrstu fjóra fundina. Á þessum fundum var leitast við að skapa sem mest rými fyrir ítarlegar umræður um hugmyndir og framtíðarsýn meðal þeirra sem best þekkja til viðfangsefnisins.
Þingmönnunum voru svo kynnt drög að tillögum á fimmta fundinum. Þar gafst þeim tækifæri til að ræða um tillögurnar og koma með ábendingar til að þær falli að stjórnmálakerfinu.
Á fyrstu fjórum fundunum var rætt um eitt þema – á þeim tveimur fyrstu um starfsgreinabundnar hindranir og á næstu tveimur um hvernig auka megi áhuga:

Fundur 1: Gangsetning og starfsgreinabundnar hindranir

Samstarfið hafið og áhersla lögð á að skapa sameiginlegan skilning á áskorunum tengdum starfsgreinabundnum hindrunum og ramma utan um vinnu að mögulegum lausnum.

Fundur 2: Starfsgreinabundnar hindranir

Áhersla lögð á hugmyndir að aðgerðum sem þarf að framkvæma til að leysa úr starfsgreinabundnum hindrunum.

Fundur 3: Að vekja áhuga

Áhersla lögð á að öðlast sameiginlegan skilning á áskorunum tengdum því að gera námið áhugaverðara til að geta unnið að mögulegum lausnum.

Fundur 4: Að vekja áhuga

Áhersla lögð á að finna hugmyndir að aðgerðum sem þarf að framkvæma til að gera starfsmenntun að áhugaverðari kosti.

Fundur 5: Kynning fyrir þingmönnum

Kynning á drögum að ráðleggingum fyrir þingmönnum og umræður um breytingar.
Á milli funda hélt Resonans Nordic tvíhliða fundi með einstökum meðlimum til að samræma væntingar og gefa ítarlegar ábendingar um tillögur hugveitunnar.
Þessi skýrsla lýsir þeim aðgerðum sem hugveitan komst að samkomulagi um. Skýrslan hefur verið kynnt fyrir öllum meðlimum hugveitunnar og ráðgjafateymisins, sem hafa fengið tækifæri til að koma með athugasemdir.
Auk þessarar skýrslu verður vinna hugveitunnar kynnt og rædd á ráðstefnu snemma árs 2023.

Núverandi þekking og mál

Áður en hugveitan var sett á laggirnar safnaði verkefnahópurinn upplýsingum um lesefni sem til er á þessu sviði og safnaði saman því sem mestu máli skiptir þannig að allir þátttakendur í hugveitunni og rágjafateyminu hefðu aðgang að lesefni á þeim sviðum þar sem þá skorti þekkingu.
Auk þess voru allir þátttakendur í hugveitunni og ráðgjafateymið hvattir til þess að skiptast á greinum, skýrslum og öðru lesefni sem máli skipti. Þetta var gert í sameiginlegum hópi á Microsoft Teams. Upplýsingar um lesefni sem sameiginlega var byggt á er að finna í viðauka.
Auk þekkingar sem almennt er aðgengileg var við vinnu hópsins byggt á þeirri þekkingu sem meðlimir hans búa yfir og þeirrar þekkingar sem til var innan þeirrastofnana sem þeir starfa fyrir.
Hugveitan hefur ekki haft bolmagn til að standa sjálf fyrir frekari rannsóknum. Hún hefur hins vegar getað ráðlagt að tiltekin svið sem ekki hafa verið rannsökuð nóg til þessa verði rannsökuð nánar. Í slíkum tilvikum þarf hugveitan að skilgreina eins vel og hægt er hvað þarf að rannsaka til að grundvöllur vinnunnar verði sem bestur.
""
Go to content