Starfsgreinabundnar hindranir

Hvernig getur norræn samvinna rutt úr vegi starfsgreinabundnum hindrunum sem aftra fólki frá að nýta starfsréttindi í öðru norrænu ríki?

Áskoranir í dag

Starfsgreinabundnar hindranir hvað varðar starfsréttindi hafa verið á borði norrænnar samvinnu í mörg ár.
Sjónum var fyrst beint að málinu í tengslum við ráðstefnuna Hagvöxtur á Norðurlöndum árið 2015 þar sem fulltrúar atvinnulífs og stjórnmálafólk frá öllum norrænu ríkjunum hittust til að ræða möguleika á samstarfi um aukinn hagvöxt á Norðurlöndum.
Þar var voru starfsgreinabundnar hindranir nefndar sem mikilvægt málefni en jafnframt viðurkennt að þekkingu skorti um málið. Á grundvelli þessa fór Norræna ráðherranefndin árið 2020 fram á samantekt um starfsgreinabundnar hindranir á Norðurlöndum.
Ráðgjafafyrirtækið Rambøll fékk það verkefni að vinna greiningu og niðurstöðurnar voru birtar í skýrslunni „Kortlægning af brancheregulerede barrierer for mobilitet i Norden“ (Kortlagning á starfsgreinabundnum hindrunum á hreyfanleika innan Norðurlanda). Skýrslan telur ekki upp allar hindranir en nefnir sérstaklega 11 tilvik.
Hugsmiðjan tekur fram að erfitt geti reynst að hafa yfirsýn yfir allar slíkar hindranir til framtíðar
Með skýrslu Rambølls að leiðarljósi setti Ráðherranefndin árið eftir í gang verkefni sem skyldi ryðja úr vegi sex af þeim 11 tilvikum hindrana sem nefnd voru. Verkefnið verður í gangi fram til ársins 2022 og verkefnishópurinn mun hafa samráð við hugsmiðjuna sem mun styðjast við reynslu sína af tilvikunum sex í vinnu sinni.
Rannsóknir og greining hugsmiðjunnar á sviðinu taka m.a. mið af skýrslu Rambølls og verkefnis um lausn á hinum sex umræddu tilvikum hindrana. Auk þess hafa meðlimir hugsmiðjunnar sjálfrar miðlað eigin þekkingu og reynslu á sviðinu
Það er niðurstaða hugsmiðjunnar að í framtíðinni verði erfitt að fá yfirsýn yfir allar hindranir þar sem kröfur starfsgreina breytast og hindranir hverfa og nýjar koma í staðinn.

Tegundir starfsgreinabundinna hindrana

Hugsmiðjan hefur kosið að skipta starfsgreinabundnum hindrunum í nokkra hópa þar sem hver hópur kallar á tilteknar lausnir. Þannig er hægt að koma með almennar lausnir í stað þess að bregðast við hverju tilviki hindrunar með sérstakri lausn. Það var þannig niðurstaða hugsmiðjunnar að starfsgreinabundnum hindrunum er varða nýtingu á starfsmenntun mætti skipta upp í þrjá hópa: Hindranir sem stafa af:
 • vandamálum tengdum upplýsingum
 • vandamálum tengdum hæfni
 • vandamálum tengdum samráði
Á næstu síðum verður þessum tegundum vandamála lýst og hvernig þau verða best leyst. Það ber að nefnda að hindrunum geta fylgt fleiri tegundir af vandamálum. T.d. má oft sjá að vandamálum tengdum hæfni fylgir oft vandamál tengd upplýsingum.

Vandamál tengd upplýsingum

Það er álit hugsmiðjunnar að stór hluti hindrana er tengjast nýtingu á starfsmenntun í öðru norrænu landi sé í raun ekki eiginlegar hindranir.
Frekar mætti tala um upplifun á hindrunum sem byggist á mýtum og ranghugmyndum um kröfur og reglur. Til dæmis gæti atvinnuleitandi metið það svo hann geti ekki nýtt starfsmenntun sína í öðru norrænu landi af þeirri ástæðu að hann finnur ekki upplýsingar um að menntunin sé tekin gild í viðkomandi landi. Annað dæmi gæti verið að atvinnurekendur forðist að ráða starfsfólk eða birgja frá öðru landi því þeir telji að starfsmenntun þeirra sé ekki tekin gild í landi atvinnurekandans.
Stór hluti hindrana á nýtingu starfsmenntunar í öðru norrænu landi eru ekki hindranir í raun og veru
Það er mat hugsmiðjunnar að til séu margar hindranir af þessu tagi og að þær geti heft frjálsa för á Norðurlöndum. Þá er það skoðun hugsmiðjunnar að auðvelt sé að vinna bug á þessum hindrunum einfaldlega með því að gera réttar upplýsingar aðgengilegar fyrir viðkomandi aðila.
""

Vandamál tengd hæfni

Annar flokkur hindrana tengist skorti á hæfni. Einnig hér er það mat hugsmiðjunnar að nokkur fjöldi hindrana sé af þessari tegund.
Hér er rætt um nauðsynlegar hindranir í þeim skilningi að atvinnuleitanda skortir hæfni til að geta unnið í öðru norrænu landi.
Gott dæmi um það er að margir finnskir vinnuveitendur krefjast að starfsfólk og verktakar sæki námskeið í öryggismálum þar sem m.a. er fjallað um aðstæður sem eru sérstakar fyrir Finnland og þannig ekki hægt að tileinka sér á námskeiðum í hinum norrænu löndunum. Hér er um að ræða viðbótarnám sem nauðsynlegt er til að starfa í Finnlandi. Þetta er sem sagt óumflýjanleg hindrun sem eingöngu er hægt að draga úr með auknum eða betri upplýsingum.
Þetta tilfelli er einnig gott dæmi um að vandamál tengd hæfni geti virst stærri en þau eru, þ.e.a.s. að þau fela oft í sér vandamál sem tengjast upplýsingum. Hægt er að ljúka finnska námskeiðinu á einum degi og það kostar á milli 69 og 100 evrur. Það er skilningur hugsmiðjunnar að þessi hindrun sé í senn nauðsynleg og yfirstíganleg.
Tæknilega eru slíkar hindranir takmarkandi í eðli sínu. Það er oft erfitt fyrir einstaklinga að fá yfirsýn yfir hversu langan tíma og hvað það kostar að yfirstíga slík vandamál. Þess vegna kunna þau að virðast óyfirstíganlegri en þau í raun eru. Því ætti að fara að tillögum hugsmiðjunnar um að bæta upplýsingar.

Vandamál tengd samráði

Síðasta tegund hindrana nefnir hugsmiðjan vandamál tengd samráði. Öfugt við vandamál tengd hæfni skapa vandamál tengd samráði hindranir sem eru óþarfar. Slíkar hindranir verða frekar vegna skorts á samráði á milli viðkomandi aðila á Norðurlöndunum.
Öfugt við vandamál tengd hæfni skapa vandamál tengd samráði hindranir sem eru óþarfar.
Hér mætti t.d. nefna hindranir þar sem nám er ekki viðurkennt á milli landa. Það er vegna þess að ekki hafa verið gerðir samningar um gagnkvæma viðurkenningu náms, jafnvel þótt námið sé að mestu leyti sambærilegt. Slík vandamál má leysa með stuttum námskeiðum fyrir atvinnuleitendur sem nýta ætla menntun sína í öðru norrænu landi.
Eitt dæmi má taka úr Rambøll-skýrslunni Kortlægning af brancheregulerede barrierer for mobilitet i Norden: Í Svíþjóð eru norsk prófskírteini byggingarmanna sjálfkrafa viðurkennd en ekki dönsk eða finnsk skírteini, jafnvel þótt danskt og finnskt nám sé að mati hugsmiðjunnar í stórum dráttum sambærilegt því sænska.
Þess vegna má telja að þessi hindrun liggi að mestu leyti í því að skortur sé á samráði viðkomandi aðila í löndunum. Slíkt samráð myndi líklega leiða í ljós að danska og finnska námið sé vel hægt að viðurkenna sjálfkrafa.
Það er mat hugsmiðjunnar að slíkar tegundir hindrana sé yfirleitt hægt að leysa ef komið sé á samráði á milli starfsgreinanna og menntastofnana.
Áhersla hefur verið lögð á að finna varanlegar og almennar lausnir sem myndu gera svona skýrslugjöf óþarfa í framtíðinni.

Mögulegar aðgerðir

Hér að neðan verðar kynnar tillögur að lausnum á þessum þremur tegundum vandamála.
Áhersla hefur verið lögð á að finna varanlegar og almennar lausnir sem myndu gera svona skýrslugjöf óþarfa í framtíðinni.
Lausnirnar eru settar fram með það í huga að nýta þá vinnu sem þegar hefur farið fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Þessar lausnir þurfa því ekki að vera kostnaðarsamar.

Aðgerð 1:

Tilkynningakerfi um hindranir

Þrátt fyrir rannsóknir og stöðumat hafa farið fram um málið er ekki til fullnægjandi yfirlit yfir starfsgreinabundnar hindranir hvað varðar starfsmenntun. Það er meðal annars vegna þess að sviðið er í stöðugri þróun þar sem nýjar hindranir koma sífellt fram. Ef nýjar hindranir koma sífellt fram þarf að bregðast við þeim jafnóðum.
Þeir aðilar sem mæta hindrunum hafa ekki virkan aðgang að neinu tilkynningarkerfi. Það er mat hugsmiðjunnar að ef hægt verður að auðkenna hindranir jafnóðum með kerfisbundnum hætti ætti að vera hægt að ryðja þeim flestum úr vegi með upplýsingagjöf.

Tillögur

Hugsmiðjan leggur til að Norræna ráðherranefndin nýti eina af þeim tveimur tilkynningaleiðum sem þegar eru til staðar til að tilkynna um stjórnsýsluhindranir. Nýta má kerfið til að tilkynna jafnóðum hindranir hvað varðar nýtingu starfsréttinda.
Tilkynningakerfið er nú þegar í notkun og það ætti að vera hægt að nota til að tilkynna þessa tegund af hindrunum. En það er þó ekki gert vegna þess að þeir sem mæta þessum hindrunum hefur ekki verið kynnt tilkynningakerfið. Tillagan er því á þá leið að hvetja menntastofnanir, samtök atvinnurekenda og fagfélög til að tilkynna um hindranir hvað varðar starfsréttindi þegar upp koma tilvik sem bregðast ætti við.
Þannig myndi upplýsingaþjónustan hjá Norrænu ráðherranefndinni sjálfkrafa fá tilkynningar um hindranir, óháð því hvort vandamálin tengist upplýsingum, hæfni eða samráði. Þau gætu svo eftir atvikum tilkynnt málið til stjórnsýsluhindranaráðsins.
Ef um vandamál tengd upplýsingum er að ræða gæti upplýsingaþjónustuna fengið það verkefni að leysa úr vandamálunum jafnóðum. Ef um vandamál tengd hæfni eða samráði er að ræða myndi stjórnsýsluhindranaráðið fá þau til meðferðar.

Kostir

 • Betri yfirsýn og skjót auðgreining gerir auðveldara að ryðja hindrunum úr vegi og forgangsraða aðgerðum eftir þörfum.
 • Með því að tilkynna um hindranir jafnóðum verður óþarft að leggjast í kostnaðarsama skýrslugerð í framtíðinni.
 • Notkun kerfa sem þegar eru til staðar sparar fjármagn.

Aðgerðir

 • Vinna skal samstarfslíkan þar sem hlutverk og ábyrgð eru vel skilgreind.
 • Hafa skal samband við viðkomandi fagfélög, samtök atvinnurekenda og menntastofnanir og kynna þeim möguleikann á að tilkynna um starfgreinabundnar hindranir.
 • Halda skal rásfund til kynningar svo að allir þekki hlutverk sín og ábyrgðasvið í tengslum við þessa nýju lausn.

Aðgerð 2:

Vettvangur fyrir hæfniskröfur

Fjöldi starfsgreinabundinna hindrana snýst um smávægilegan en nauðsynlegan mun á hæfniskröfum í hverju námi.
Þetta skapar óöryggi um hvað gera þurfi til að viðkomandi menntun sé viðurkennd á Norðurlöndum. Slíkar hindranir skilgreinum við sem vandamál tengd hæfni. Í dag er ekki nein lausn á slíkum vandamálum tengdum hæfni vegna þess að engin yfirsýn er til yfir hvort og þá hvernig hægt er að fá starfsmenntun sína viðurkennda á Norðurlöndunum í heild sinni eða bara í öðru norrænu ríki.
Fjöldi starfsgreinabundinna hindrana snýst um smávægilegan en nauðsynlegan mun á hæfniskröfum í hverju námi.

Tillögur

Hugsmiðjan leggur til að skapaður verði vettvangur þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir gildandi hæfniskröfur svo hægt sé að fá starfsmenntun viðurkennda í öðru landi, ef hún er það ekki nú þegar. Þá leggur hugsmiðjan til að til að byrja með verði þekkingu safnað um 50 algengustu tegundir starfsmiðaðs náms á Norðurlöndunum og svo verði smám saman aukið við þann gagnagrunn eftir því sem tilkynningar berast um tilkynningakerfið (sjá kaflanna „Aðgerð 1: Tilkynningakerfi um hindranir“ hér fyrir ofan).

Kostir

 • Það eykur hreyfanleika þeirra sem sótt hafa einhverja af 50 stærstu starfsnámsleiðunum á Norðurlöndum.
 • Smám saman verður yfirlitið umfangsmeira eftir því sem nýjar hindranir vegna mismunandi hæfniskrafa koma fram.
 • Um leið verða þær námsleiðir auðgreindar þar sem engin vandamál eru tengd hæfni og tilkynnt um þær líka.

Aðgerðir

 • Fulltrúar menntastofnana, fagfélaga og stamtaka atvinnurekenda munu taka þátt í að tilgreina þessar 50 námsleiðir og í stöðumatinu sjálfu.
 • Fara skal fram kortlagning á þeim vandamálum tengdum hæfni í 50 algengustu starfsnámsleiðunum á Norðurlöndum.
 • Starfsgreinum, fagfélögum og menntastofnunum skal kynnt verkefnið og þau styðja við það.
 • Skapa skal vettvang, hann auglýstur og honum viðhaldið. Það mætti til dæmis skoða hvort upplýsingaþjónustur á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem þegar hafa það verkefni að upplýsa borgarana, skuli hafa umsjón með því.

Aðgerð 3:

Samráðsvettvangur um starfsmiðað nám

Sjaldgæfasta starfsgreinabundna hindrunin eru vandamál sem tengjast samráði. Þau koma upp vegna þess að skortur er á samráði á milli starfsgreina á Norðurlöndum um viðurkenningu á starfsréttindum jafnvel þótt hæfniskröfur séu sambærilegar. Þetta eru hindranir sem krefjast samráðs svo hægt sé að ryðja þeim úr vegi.

Tillögur

Lagt er til að Norræna ráðherranefndin í gegnum stjórnsýsluhindranaráðið komi á samráðsnefnd þar sem fulltrúar samtaka atvinnurekenda, starfsgreinasamtaka og menntastofnana muni koma sama þegar stjórnsýsluhindranaráðið telur að slíkt sé gagnlegt, t.d. til að:
 1. Ræða tilkynningar um stjórnsýsluhindranir vegna vandamála tengdum samráði.
 2. Skipuleggja aðgerðir sem ætlað er að koma í veg fyrir slík vandamál til framtíðar.

Kostir

 • Til verður samráðsvettvangur viðkomandi aðila um starfgreinabundnar hindranir þar sem fókus er á sérstakar lausnir.
 • Komið verður í veg fyrir að hindranir komi upp í framtíðinni með viðeigandi samráði.

Aðgerðir

 • Stjórnsýsluhindranaráðið ákveði að koma á fót samráðsnefnd um starfsgreinabundnar hindranir sem tengjast starfsmiðuðu námi.
 • Fulltrúar starfsgreina, fagfélga og menntastofnana taka sæti í samráðsnefndinni.
 • Skilgreina skal hverjir skuli eiga sæti í samráðsnefndinni fyrir hönd atvinnugreina, fagfélaga og menntastofnana.
Þau koma upp vegna þess að skortur er á samráði á milli starfsgreina á Norðurlöndum um viðurkenningu á starfs­réttindum jafnvel þótt hæfniskröfur séu sambærilegar.
Go to content