Spennandi starfsmiðað nám á Norðurlöndum

Hvernig getur norræn samvinna leitt til þess að fleiri íbúar Norðurlanda velji starfsnám (og ljúki því)?

Áskoranir í dag

Í flestum norrænu löndunum er þegar skortur á starfsmenntuðu vinnuafli. Um leið sýna útreikningar að þessi vandi muni vaxa á komandi árum.
Til dæmis mun í Danmörku skorta 99.000 faglærðra árið 2030
Damm, Emilie Agner; Jensen, Troels Lund; Hansen, Freja Thim: Danmark mangler 99.000 faglærte i 2030 (AE - Arbejderbevægelsens Erhvervsråd, 2021)
og í Svíþjóð má vera að um 290.000 faglærða muni skorta árið 2035
Svenskt Näringsliv: Framtidens yrkesutbildning - Ge branscherna makten (Svenskt Näringsliv, 2022)
verði ekkert að gert.
Eigi árangur að nást í tengslum við framtíðarsýnina þurfa fyrirtæki og stofnanir einfaldlega að hafa aðgang að rétta vinnuaflinu.
Verði þetta raunin mun það hafa miklar afleiðingar í för með sér fyrir þróun norræns samfélags. Við munum ekki geta stutt við þróun samfélagsins með faglærðu vinnuafli eins og nauðsynlegt er eigi að tryggja hin grænu umskipti, efla heilbrigðiskerfið, nýja tækni o.s.frv.
Hugsmiðjan er sannfærð um að skortur á faglærðu vinnuafli í framtíðinni stafi af þveimur þáttum:
  • Of fá ungmenni velja starfsnám (eða ljúka því).
  • Of fáir fullorðnir og faglærðir sækja endurmenntun til að endurnýja kunnáttu sína og halda áfram að vera eftirsóttir starfskrafar.
Þetta hefur í för með sér að í fyrirtækjum er þegar farið skorta fagmenntað starfsfólk og þar sem það fagfólk sem þar starfar í dag sækir sér ekki endurmenntun eykst vandinn enn frekar þar sem það starfsfólk fer að skorta nauðsynlega hæfni.
Á heildina litið stefnir í að á Norðurlöndum verði til mikið ójafnvægi á milli þeirrar hæfni sem sköpuð er og þeirrar hæfni sem fyrirtæki þurfa á að halda svo að hægt sé að viðhalda samkeppnishæfni og halda norræna samfélagslíkaninu eins og við viljum hafa það.
Það myndi jafnframt hafa í för með sér að Norðurlönd næðu ekki að uppfylla framtíðarsýn forsætisráðherranna um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Eigi árangur að nást í tengslum við framtíðarsýnina þurfa fyrirtæki og stofnanir einfaldlega að hafa aðgang að rétta vinnuaflinu.
Það er því mikilvægt fyrir samfélögin á Norðurlöndum að við förum að mennta fleira ungt faglært fólk um leið og við tryggjum aukna áherslu á símenntun til þess að það faglærða vinnuafl sem þegar er til viðhaldi stöðu sinni á vinnumarkaði. Aðeins þannig getum við tryggt jafnvægi á milli þeirrar hæfni sem við búum til og þeirrar hæfni sem fyrirtæki og samfélagið almennt hefur þörf á.
Það er því mikilvægt fyrir samfélögin á Norðurlöndum að við förum að mennta fleira ungt faglært fólk um leið og við tryggjum aukna áherslu á símenntun
Það er þetta jafnvægi sem vinna hugsmiðjunnar á að stuðla að því að endurskapa með því að leggja til verkefni sem tryggt geta betri grundvöll til að taka réttar ákvarðanir og samræma verkefni þvert á Norðurlönd.
Það er ekki verkefni hugveitunnar að leysa ákveðin vandamál heldur frekar að beina kastljósinu að því hvernig við á Norðurlöndum getum í sameiningu nýtt það verklag sem nú þegar er til staðar og þannig stuðla að skjótari lausn þessara mikilvægu vandamála, jafnt innan landanna sem á norrænum vettvangi.
Útgangspunktur hugveitunnar er að leggja beri áherslu á samræmdar lausnir á eftirfarandi sviðum:
  • Aukin geta til að laða ungt fólk að
  • Aukin áhersla á símenntun
  • Mikil áhersla á hæfnijafnvægi
""

Aukin geta til að laða ungt fólk að

Starfsmiðað nám á Norðurlöndum þarf að vera betur í stakk búið til að laða að ungt fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám. Hvað þetta varðar leiða umræður hugveitunnar í ljós að mikilvægt sé að taka tillit til eftirfarandi þátta því þeir eiga að einhverju leyti við alls staðar á Norðurlöndum:
  • Strax í grunnskóla er kallað eftir starfsmiðuðu námi
  • Hjá sumum er aldrei neitt val um menntun
  • Hlutfall kynjanna í starfsmiðuðu námi hræðir umsækjendur frá
  • Kynna þarf námsframboð á Norðurlöndum í heild fyrir ungu fólki, ekki aðeins innan hvers lands

Strax í grunnskóla er kallað eftir starfsmiðuðu námi

Hjá flestu ungu fólki hefur reynslan af grunnskólanámi áhrif á val á frekara námi. Í því tilliti sér hugveitan nokkur úrlausnarefni sem ástæða er til að skoða nánar til að greina og miðla besta verklagi þvert á Norðurlönd.
Helstu áskoranirnar tengjast þeirri áherslu á bóknám sem sjá má í grunnskólum alls staðar á Norðurlöndum. Það hefur í för með sér að menntaskólanám virðist í æ ríkari mæli öruggasti kosturinn. Nemendur þekkja flest fögin úr grunnskóla og kennsluhættir eru að mestu leyti þeir sömu. Til samanburðar eru verknámsfög oft meira framandi þar sem ekki er einfalt að skapa yfirsýn yfir hinn mikla fjölda námsleiða, skóla og námsfyrirkomulags.
Helstu áskoranirnar tengjast þeirri áherslu á bóknám sem sjá má í grunnskólum alls staðar á Norðurlöndum
Samhliða því að ungt fólk reynir síður fyrir sér í verknámsfögum eru kennarar þess og leiðbeinendur oftast líka með bóknámslegan bakgrunn og búa yfir mestri þekkingu á slíku námi. Ekki verður hjá því komist að þetta hafi áhrif á námsval ungs fólks.
Því má bæta við að starfsmiðaðar námsleiðir eru mun margskiptari og því er erfiðara að rata um þær Bóklegt menntaskólanám er tiltölulega almennt og oftast er frekar auðvelt að átta sig á smávægilegum muni á milli skóla og námsleiða. Þessu er á annan veg farið þegar kemur að starfsmiðuðu námi. Í Danmörku er t.a.m. hægt að velja á milli 100 námsgreina auk þess sem taka verður tillit til þess hvar maður getur átt von á að fá skólapláss. Það er því mun erfiðara fyrir kennara og leiðbeinendur að hafa innsýn í tiltekna námsgrein og gefa nemendum góða mynd af henni. Þetta á ekki síst við um minni og sérhæfðari greinar þar sem mikil þörf er á vinnuafli.

Hjá sumum er aldrei neitt val um menntun

Sumt ungt fólk fær enga menntun. Hér sér hugveitan mikið tækifæri til að fjölga faglærðum og um leið sjá til þess að námið stuðli að aukinni félagslegri sjálfbærni á Norðurlöndum með því að færri lendi t.a.m. í atvinnuleysi.
Þetta á ekki síst við í ljósi þess að spár gera ráð fyrir að æ minni þörf verði á ófaglærðu vinnuafli á Norðurlöndum. Hér telur hugveitan einnig að mikil þörf sé á frekari rannsóknum með það fyrir augum að greina og miðla besta verklagi.
Eitt af því sem hugveitan nefnir sem óplægðan akur sem gefa beri nánari gaum er geta starfsmiðaðs náms til að laða til sín og halda í ungt fólk sem er af erlendu bergi brotið.

Kynjahlutfallið hræðir umsækjendur frá

Hugveitan bendir jafnframt á að allt of oft sé hlutfall kynjanna of einsleitt þegar umsækjendur eru teknir inn í starfsmiðað nám. Á þessu sviði eru einnig tækifæri til að greina og miðla besta verklagi.
Sjá má að nánast eingöngu karlmenn sækja í sumar námsleiðir en á öðrum eru konur í miklum meirihluta. Þetta minnkar markhópa viðkomandi námsleiðar mikið og kemur þannig í veg fyrir að hægt sé að laða að nógu marga faglærða.
Fyrst og fremst snýst þetta um það til hverra námið höfðar
Að mati hugveitunnar má rekja þessar áskoranir til ýmissa atriða. Fyrst og fremst snýst málið um það til hverra námið höfðar, formlega og óformlega í gegnum kennara, leiðbeinendur, aðra nemendur, fulltrúa atvinnugreinanna og aðra. Sumum kann einfaldlega að þykja óeðlilegt að leggja það til við stúlku að hún leggi fyrir sig bifvélavirkjun, óháð því hver áhugamál hennar eru og hvaða styrkleikum hún býr yfir í námi.
Jafnframt snýst þetta úrlausnarefni að miklu leyti um menningu og samskiptaleiðir. Innan margra starfsnámsleiða og starfsgreina hefur orðið til menning sem höfðar sérstaklega til tiltekinna markhópa sem eiga auðvelt með að samsama sig þeirri menningu og atferli, og dæmigerðu ímynd af faglærðum einstaklingum, sem er ríkjandi innan greinarinnar. Með öðrum orðum verður menningin innan námsins og starfsgreinarinnar til þess að fólk velur sér ekki viðkomandi leið þrátt fyrir að hún samræmist hæfileikum og áhugasviði þess.
Þá velur ungt fólk sér jafnframt nám út frá þeim fyrirmyndum sem það hefur. Það er því hindrun í vegi breytinga að ungt fólk hefur lítil tækifæri á að hitta fyrirmyndir sem brjóta upp kynjamynstrið eins og það er í dag.

Norrænt úrval í stað innlends

Síðast en ekki síst telur hugveitan að gera þurfi betur í því að laða nemendur frá öðrum norrænum löndum til starfsnáms. Þetta á ef til vill sérstaklega við á landamærasvæðum. Að mati hugveitunnar ber að leggja áherslu á tvo mikilvæga þætti:
Fyrst og fremst þarf að tryggja að hægt sé að nýta starfsmiðað nám þvert á landamæri Norðurlanda eins mikið og hægt er. Um þetta er fjallað í fyrri kafla um starfsgreinabundnar stjórnsýsluhindranir.
Einnig er mikilvægt að viðeigandi nám í öðrum löndum sé kynnt fyrir ungu fólki. Of lítið er um það í dag.

Áhersla á símenntun

Ljóst er að skortur mun verða á fagmenntuðu vinnuafli á Norðurlöndum. Því er mikilvægt að nýta og halda í það fagmenntaða vinnuafl sem við höfum.
Á sama tíma vitum við að þróunin í mörgum starfsgreinum er sífellt hraðari og kallar á nýja hæfni hjá faglærðum. Sem dæmi má nefna bifvélavirkja sem er lærður í að gera við bensín- og díselvélar. Fleiri starfsgreinar þróast einnig hraðar og hraðar.
Ný tækni leikur æ stærra hlutverk og flestir þurfa stöðugt að tileinka sér ný verkfæri og aðferðir.
Þróunin í mörgum starfsgreinum er sífellt hraðari og kallar á nýja hæfni hjá faglærðum. Sem dæmi má nefna bifvélavirkja sem er lærður í að gera við bensín- og díselvélar.
Því miður telur hugveitan að ekki sé nóg að gert í símenntun faglærðra. Það þýðir að vinnumarkaðurinn missir af hugsanlegu vinnuafli og skortur verður á þeirri nýju hæfni sem þörf er á. Það þýðir einnig að allt of margt fólk á á hættu að verða atvinnulaust þar sem menntun þess á ekki lengur við. Að mati hugveitunnar þarf að setja aukinn kraft í símenntun þeirra sem fyrir eru faglærðir.
Jafnframt er mikilvægt að starfsmenntaskólarnir leggi strax áherslu á að byggja námið upp í takti við tímann þannig að frá upphafi sé miðað við að námið sé aðeins byrjun á námi sem mun standa ævina á enda. Þetta kallar á betra og kerfisbundnara samspil starfsmenntaskólanna og vinnumarkaðarins á vinnustöðum framtíðarinnar.

Mikil áhersla á hæfnijafnvægi

Aðaláhersla hugveitunnar er á að tryggt sé að til framtíðar náist gott jafnvægi á milli þeirrar hæfni sem við búum til og þeirrar hæfni sem fyrirtækin og samfélagið hafa í raun þörf fyrir, jafnt nú sem í framtíðinni. Við öll verkefni sem ráðist verður í í framtíðinni verður að hafa þetta að leiðarljósi til að þau megi stuðla að þessu markmiði.
Það er því ekki nóg að rannsaka hversu mörgum bifvélavirkjum er þörf á. Það skiptir líka máli að uppfæra þekkingu og færni þeirra bifvélavirkja sem fyrir eru með símenntun svo hún sé í takti við tímann
Að mati hugveitunnar skortir sameiginlegt yfirlit yfir hæfnijafnvægi á Norðurlöndum, jafnt í dag sem til framtíðar. Við vitum að mikil vöntun verður á faglærðu fólki en við vitum ekki nógu mikið um það nákvæmlega á hvaða sviði faglært fólk mun vanta, né hvaða hæfni það þarf að búa yfir og hvaða kröfur verða um endurmenntun innan ólíkra greina.
Hugveitan telur að þörf sé á kerfi til að tryggja að mikilvægir aðilar séu upplýstir um hæfnijafnvægi innan hvers lands og á Norðurlöndum í heild til að unnt sé að grípa til nauðsynlegra ráða í tæka tíð til að tryggja vinnuafl til framtíðar.
Það er því ekki nóg að rannsaka hversu mörgum bifvélavirkjum er þörf á. Það skiptir líka máli að uppfæra þekkingu og færni þeirra bifvélavirkja sem fyrir eru með símenntun svo hún sé í takti við tímann. Stöðugt þarf að viðhalda og uppfæra slíkt yfirlit.
Í því sambandi bendir hugveitan meðal annars á rafhlöðuframleiðslu á Norðurlöndum sem gott dæmi um vandann. Til að geta haldið í við samfélagsþróunina þurfum við að framleiða nýjar vörur og við þurfum að taka tillit til virðiskeðjunnar í heild sinni, frá framleiðslu til endurnýtingar, með áherslu á hringrásarhagkerfið. Það kallar á aukinn fjölda fræðimanna en enn meiri fjölda faglærðra til að vinna að þróun nýrra vara og markaða. Í þessu tilliti er við hæfi að skoða hve vel starfsmiðað nám er í stakk búið til að takast á við þetta í dag.
""
Go to content