Þátttakendur í hugveitunni

Hér að neðan eru stuttir kynningartextar um hvern þátttakanda í hugveitunni.
Jorodd Asphjell, forsætisnefnd, Norðurlandaráð
Situr á norska þinginu fyrir hönd Verkamannaflokksins og er fulltrúi í mennta- og rannsóknanefnd. Heimafyrir sat hann í sveitarstjórn í Orkdal frá 1983 til 1987 og var seinna varasveitarstjóri þar frá 1999 til 2003. Í Norðurlandaráði er er hann í flokkahópi jafnaðarmanna og er starfandi formaður landsdeildar Noregs og situr í forsætisnefnd.
Mia Bernhardsen, Svenskt Näringsliv
Er pólitískur sérfræðingur sem hefur lagt áherslu á starfshæfni og bar meðal annars ábyrgð á starfsráðningarannsókn Svänskt Näringsliv frá 2020. Leggur áherslu á þróun starfshæfni, raunfærnimat og margbreytileika. Skrifar auk þess á bloggsíðuna Kompetensförsörjning: www.svensktnaringsliv.se/blogg/ kompetensforsorjning.
Liv Kari Eskeland, hagvaxtar- og þróunarnefnd, Norðurlandaráð
Situr á norska þinginu fyrir hönd Hægriflokksins. Hún var sveitarstjóri í Stord frá 2007 til 2015 og kom inn á norska þingið sem varaþingmaður á árunum 2017 til 2021 en það ár hlaut hún kosningu á þingið. Var áður yfirmaður Link Signatur AS, verkefnastjóri hjá Unitech og var í stjórn norsku málnefndarinnar. Hún situr í flokkahópi hægrimanna í Norðurlandaráði og í hagvaxtar og þróunarnefnd.
Magnus Gissler, NFS – Samband norrænna verkalýðsfélaga
Er framkvæmdastjóri NFS. Vann áður hjá fagfélagi sambands sænskra embættis- og háskólamanna. NFS er samstarfsvettvangur fagfélaga og landssambanda stéttarfélaga á Norðurlöndum. Aðildarsamböndin eru 15 og að baki þeim stendur 8,5 milljón vinnandi fólks í norrænum stéttarfélögum. Markmið samtakanna er að tryggja náið samstarf milli aðila samtakanna og styðja við hagsmunamál félagsmanna verkalýðsfélaganna - með miðlun reynslu, að vera málsvari og vinna saman að sameiginlegum markmiðum.
Bertel Haarder, forsætisnefnd, Norðurlandaráð
Danskur stjórnmálamaður sem situr á þingi fyrir hönd Venstre. Hann var fyrst kjörinn á þing 1975 og hefur síðan gegnt fjöldamörgum trúnaðar- og ráðherraembættum. Hann var meðal annars menntamálaráðherra í meira en 15 ár og var norrænn samstarfsráðherra frá nóvember 2007 til febrúar 2010. Hann situr í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði. Hefur gegnum árin gegnt ýmsum embættum í Norðurlandaráði, var meðal annars forseti árið 2021.
Mirja Hannula, EK – Finlands Näringsliv
Var ráðgjafi hjá EK í meira en 15 ár – síðustu tvö árin stefnumótunarráðgjafi með áherslu á hæfni, stafvæðingu og mannauðsstjórnun Situr auk þess í stjórn Kiipulasäätiö  - iðn- og starfsmenntaskóla í Turenki í Suður-Finnlandi. 
Ole Heinager, Danske Erhvervsskoler og -Gymnasier
Er framkvæmdastjóri NEXT – Uddannelse í Kaupmannahöfn og formaður félags stjórnenda í dönskum iðn- og starfsmenntaskólum og menntaskólum (DEG-L). Á báðum þessum hlutverkum vinnur hann að því að auka aðdráttarafl starfsmenntunar til að ná til fleiri ungmenna og fyrir vinnumarkað framtíðarinnar. Leggur mikla áherslu á sjálfbærni og græn umskipti ásamt tæknigreinar og hæfni til framtíðar. Ole Heinager telur að aukin alþjóðavæðing sé meðal þess sem getur örvað ungt fólk til að sækja sér starfsmenntun.
Veronika Honkasalo, þekkingar- og menningarnefnd, Norðurlandaráð
Situr á finnska þinginu fyrir hönd Vasemmistoliitto, er sveitarstjórnarfulltrúi, stjórnmálafræðingur og stundar rannsóknir á málefnum ungs fólks. Í Norðurlandaráði situr hún í flokkahópnum Norrænum vinstri grænum og í þekkingar- og menningarnefnd.
Hildur Ingvarsdottir, Tækniskólinn
Hefur verið skólastjóri Tækniskólans í Reykjavík í rúm fjögur ár. Skólin býður fyrst og fremst upp á iðn- og starfsnám. Nemendur skólans eiga þess þó kost að ljúka námi með stúdentsprófi og margir velja að stunda slíkt nám meðfram starfsnáminu. Hún er með próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og með MASc í vélaverkfræði frá University of British Columbia i Canada. Auk þess tók hún kennsluréttindi fyrir framhaldsskólastig 2003.
Milla Järvelin, NFS –  Samband norrænna verkalýðsfélaga
Er stefnumótunarráðgjafi hjá NFS og hefur áður unnið meðal annars sem verkefnastjóri ESB-mála hjá Sveriges Kommuner og verkefnastjóri alþjóðamála hjá Sveriges läkarförbund. NFS er samstarfsvettvangur fagfélaga og landssambanda stéttarfélaga á Norðurlöndum. Aðildarsamböndin eru 15 og að baki þeim stendur 8,5 milljón vinnandi fólks í norrænum stéttarfélögum. Markmið samtakanna er að tryggja náið samstarf milli aðila samtakanna og styðja við hagsmunamál félagsmanna verkalýðsfélaganna – með miðlun reynslu, að vera málsvari og vinna saman að sameiginlegum markmiðum.
Leif Lahti, Utbildning Nord
Hefur verið forstöðumaður Utbildning Nord í rúmlega sex ár en var áður mannauðsstjóri og varaforstjóri þar í meira en 11 ár. Utbildning Nord er staðsett í Övertorneå í Norður-Svíþjóð og það er boðið upp á samnorrænt nám. Boðið er upp á starfsmenntun fyrir finnskan, norskan og sænskan vinnumarkað. Um 500 norskir, sænskir og finnskir nemendur koma saman hjá Utbildning Nord ár hvert. Í skólanum er boðið upp á um 30 mismunandi starfsnámsleiðir sem eru aðlagaðar kröfum í löndunum þremur.
Pär Lundström, Installatörsföretagen
Er aðalráðgjafi i Installatörsföretagen með áherslu á stefnu í atvinnumálum og uppbyggingu hæfni. Hann vinnur að hæfnimálum frá ýmsum sjónarhornum út frá þróun markaðurins í tengslum við loftslagsbreytingar. Hann er fulltrúi Svensk Næringsliv í Cedefops Management Board. Auk þess er hann virkur í Skills4Climate - EuropeOn (europe-on.org).
Annika Lyytikäinen, Norðurlandaráð æskunnar
Situr í stjórn Norðurlandaráðs æskunnar og er félagi í ungmennasamtökum flokks kristilegra demókrata í Finnlandi. Var starfandi formaður ungmennasamtaka kristilegra demókrata í Finnlandi 2020-2022. Hún lauk BA-námi í tónlist frá Sibelíusarakademíunni 2018 og hefur auk þess lokið grunnnámi í hagfræði frá sænska verslunarháskólanum Hanken í Finnlandi.
Vibeke Hammer Madsen, stjórnsýsluhindranaráð, Norræna ráðherranefndin
Er formaður stjórnsýsluhindranaráðs 2022. Var meðal annars framkvæmdastjóri landssamtakanna Virke á árunum 2002 til 2018. Áður en hún tók við starfinu hjá Virke (sem þá var nefnt HSH) vann hún hjá PA Consulting Group. Þar var hún meðeigandi og bar ábyrgð á málaflokknum „People, Organisation & Change“. Auk þess hefur hún setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja.
Claes Håkansson, hagvaxtar- og þróundarnefnd, Norðurlandaráð
Er aðalráðgjafi hagvaxtar- og þróunarnefndar Norðurlandaráðs. Var áður aðalráðgjafi stjórnsýsluhindranaráðs hjá Norrænu ráðherranefndinni, aðalráðgjafi hjá Öresundskomiteen og sérfræðiráðgjafi hjá Øresunddirekt.
Michael Matz, þekkingar- og menningarnefnd, Norðurlandaráð
Er aðalráðgjafi þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs. Var áður aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni og sinnti þar eftirfarandi verkefnum: Norrænar menningarstofnanir, stefnumótun norræns menningarsamstarfs og norrænna fjárframlaga til menningarmála. Auk þess hefur hann meðal annars verið verkefnastjóri hjá Kulturrådet - Swedish Arts Council.
Kjell-Arne Ottosson, hagvaxtar og þróunarnefnd, Norðurlanaráð
Hefur setið á sænska þinginu fyrir hönd kristilegra demókrata síðan 2018. Áður en hann settist á þing var hann meðal annars virkur í sveitarstjórnarmálum í sveitarfélaginu Årjäng. Í Norðurlandaráði er situr hann í hagvaxtar og þróunarnefnd.
Claus Rosenkrands, Dansk Erhverv
Hefur verið forstöðumaður alþjóðamála hjá Dansk Erhverv síðastliðin sjö ár. Hann ber ábyrgð á stefnumótunarvinnu Dansk Erhverv varðandi grunnskóla, iðn- og starfsnám, og starfsmenntanám, ráðgjöf og tengslum milli grunnskóla og iðn- og starfsnáms. Var áður meðal annars fulltrúi í danska menntamálaráðuneytinu og aðalráðgjafi hjá DI - Dansk Industri með áherslu á stefnumótun, greiningar og fjölmiðla og samskipti.
Lulu Ranne, forsætisnefnd, Norðurlandaráð
Er í þingflokki Finnlandssama í finnska þinginu. Hún er varaformaður þingflokksins. Er varaformaður Norðurlandaráðs 2022 og hefur setið í ráðinu síðan 2019. Í Norðurlandaráði er hún í flokkahópnum Norrænt frelsi og starfar sem formaður stjórnsýsluhindranahóps Norðurlandaráðs og varaformaður landsdeildar Finnlands í Norðurlandaráði. Auk þess er hún í forsætisnefnd.
Tormod Skjerve, Skjerve Kompetanse
Hefur unnið að stefnumótun um menntun og hæfni í landssamtökunum Virke í meira en 20 ár. Hefur setið í landsráði Noregs fyrir fag- og starfsnám, fagskólaráði og nefnd um hæfniþörf. Auk þess hefur hann verið sérfræðingur hjá Cedefop í þrjú ár og er tilnefndur af framkvæmdastjórn ESB í ráðgjafa- og sérfræðingahópa. Hann var deildarstjóri í HSH, samtökum verslunar- og þjónustu í Noregi, og bar þar ábyrgð á menntastefnu og þróun stefnumótunar um símenntun innan fyrirtækja.
Go to content