Ráðgjafateymi

Hugveitan um starfsmennun hafði aðgang að ráðgjafateymi. Meðlimir teymisins voru valdir vegna fagþekkingar sinnar um eitt eða fleiri málefni sem máli skiptu. Jafnframt var verkefni ráðgjafateymisins að taka þátt í að tryggja að niðurstöður hugveitunnar væru metnar og gerðar við þær athugasemdir frá öllum sjónarhornum sem máli skiptu – meðal annars voru fulltrúar frá mismunandi löndum – til að tryggja að mikilvæg landsbundin blæbrigði skiluðu sér í tillögum hugveitunnar.
Meðlimir ráðgjafateymisins voru:
  • André Kristiansen, Mesterbrev, aðalráðgjafi
  • Karl Gunnar Kristiansen, Utdanningsdirektoratet, aðalráðgjafi í sanngirnisbóta- og fagnámsdeild
  • Leif Pääjärvi, stefnumótun um menntamál, Utbildning Nord
  • Petri Suopanki, Norræna ráðherranefndin, aðalráðgjafi um stjórnsýsluhindranir
  • Jens Oldgard, Norræna ráðherranefndin, aðalráðgjafi í þekkingar- og velferðardeild
  • Peder de Thurah Toft, Norræna ráðherrranefndin, aðalráðgjafi í þekkingar- og velferðardeild
  • Nina Kreutzman, Rakennusliitto – Byggnadsförbundet, sérfræðingur í alþjóðamálum
  • Christer Carlssson, Byggnads. Ábyrgur fyrir starfsnámi
  • Pontus Bostrøm, Elektrikerförbundet, 2. varaformaður
  • Are Solli, EL og IT Forbundet, ritari samtakanna
  • Kristian Ilner, Fellesforbundet, ráðgjafi
  • Gunde Odgaard, BAT-kartellet, skrifstofustjóri
  • Hanna Lindstrøm, Dansk El-forbund, ritari samstakanna
Framlag ráðgjafateymisins fólst í að benda á mikilvægt lesefni og umræðuefni. Auk þess var hægt að virkja einstaka aðila teymisins þegar hugveitan þurfti faglega sérþekkingu. Leitað var til eftirfarandi aðila teymisins vegna sérþekkingar sem hugveitan þurfti á að halda í vinnu sinni: Leif Pääjärvi, Petri Suopanki, Jens Oldgard og Peder de Thurah Toft.
Loks átti allt ráðgjafateymið þess kost að gera athugasemdir sem sneru að leiðréttingum á staðreyndavillum og að leggja til smávægilegar áherslubreytingar í lokaskýrslunni.
Go to content