Samantekt

Skortur á faglærðu vinnuafli er stór áskorun á Norðurlöndum. Í dag eiga margir atvinnurekendur erfitt með að ráða til sín fólk úr ákveðnum fagstéttum. Og áskoranirnar fara vaxandi.
Greiningar hafa sýnt að Norðurlöndin í heild sinni gæti skort mörg hundruð þúsund faglærða
Damm, Emilie Agner; Jensen, Troels Lund; Hansen, Freja Thim: Danmark mangler 99.000 faglærte i 2030 (AE - Arbejder- bevægelsens Erhvervsråd, 2021); Svenskt Näringsliv: Framtidens yrkesutbildning - Ge branscherna makten (Svenskt Näringsliv, 2022)
starfmenn eftir 10-15 ár.
Takist ekki að snúa þessari þróun við hefur það alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir samfélög Norðurlanda. Skortur á faglærðu starfsfólki mun gera löndunum erfiðara fyrir að styðja við græn umskipti, efla heilbrigðisþjónustu, þróa nýja tækni o.s.frv. Það myndi jafnframt hafa í för með sér að Norðurlönd næðu ekki að uppfylla framtíðarsýn forsætisráðherranna um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd.
Norðurlandaráð skipaði árið 2022 hugveitu með aðilum sem geta haft áhrif á þessar áskoranir. Hugmyndin er að koma öllum sjónarmiðum og hugmyndum saman og skapa vettvang þar sem þessir aðilar geta unnið saman að sjálfbærum lausum á áskoruninni. Lausna sem hafa stuðning þeirra sem þurfa að innleiða þær.
Meðlimir hugveitunnar eru sammála um að Norðurlöndin standi frammi fyrir miklum og flóknum áskorunum og að ekki sé alltaf til staðar þekking til að leysa rót vandans.
Hugveitan telur því að nú þurfi öll löndin að einbeita sér að því að skapa vettvang fyrir uppbyggilegt og skilvirkt samstarf til að leysa þessi vandamál. Almennar forsendur fyrir þessu eru tvær:
  • Aukin þekking: Þörf er á betri yfirsýn og nákvæmari þekkingu á því hvaða færni mun skorta í framtíðinni. Auk þess er þörf á aukinni þekkingu um bestu venjur við lausn á vandamálum svo miðla megi þeim til að þær nýtist alls staðar á Norðurlöndum.
  • Nýr vettvangur: Norrænt samstarf á þessu sviði þarf að fela í sér samráð milli viðkomandi aðila í einstökum löndum. Í dag hafa þessir aðilar sjaldan tilefni til að hittast á vettvangi, þar sem hægt er að ræða vandamál, og þar sem ákvörðunarvald er fyrir hendi.
Hugveitan hittist fimm sinnum á fyrri hluta árs 2022 áður en þessi hvítbók var tekin saman. Alls leggur hugveitan til að gripið verði til 8 beinna aðgerða.
Go to content