Bakgrunnur

Á Norðurlöndum velja of fá ungmenni að sækja sér starfsmenntun. Á stórum svæðum á Norðurlöndum er nú þegar skortur á faglærðu starfsfólki og áskorunin verður aðeins stærri ef þessi þróun helst óbreytt.
Til dæmis mun í Danmörku skorta 99.000 faglærðra árið 20302
Damm, Emilie Agner; Jensen, Troels Lund; Hansen, Freja Thim: Danmark mangler 99.000 faglærte i 2030 (AE - Arbejderbevægelsens Erhvervsråd, 2021)
, og í Svíþjóð má vera að um 290.000 faglærða muni skorta árið
Svenskt Näringsliv: Framtidens yrkesutbildning - Ge branscherna makten (Svenskt Näringsliv, 2022)
, verði ekkert að gert.
Áskorunin verður aðeins stærri ef þróunin helst óbreytt
Þekkt er að starfsmenntun þykir ekki spennandi kostur í dag og ýmis svæðisbundin og landsbundin verkefni eru í gangi til að gera hana að meira aðlaðandi kosti. Hins vegar er lítið um verkefni sem samræma lausnir eða bestu venjur milli Norðurlanda.
Ofan á lítinn áhuga á starfsmenntun bætist vandamálið að stjórnsýsluhindranir sem starfsgreinarnar sjálfar setja (starfsgreinabundnar hindranir) gera fólki oft erfitt fyrir að nýta starfsmenntun sína í öðru norrænu landi. Það getur til dæmis verið vegna þess að vottorð eða menntun er ekki viðurkennd utan útgáfulandsins. Dæmi um hindranir á borð við þessar hafa greinst í fyrri verkefnum en ekki hefur enn náðst samkomulag um samnorrænar lausnir sem leysa fyrirliggjandi hindranir og koma í veg fyrir að nýjar myndist í framtíðinni.
Norðurlandaráð hefur þess vegna óskað eftir því að sett verið í gangi samráðsverkefni með áherslu á tvö meginviðfangsefni:
  • Hvernig getur norræn samvinna leyst úr starfsgreinabundnum hindrunum til að fólk geti nýtt starfsréttindi í öðru norrænu ríki?
  • Hvernig getur norræn samvinna leitt til þess að fleiri íbúar Norðurlanda velji starfsnám?
Í þessu augnamiði ákvað Norðurlandaráð í lok árs 2021 að setja í gang verkefni sem safnar saman viðeigandi aðilum í sameiginlegri hugveitu.
Hugmyndin er að öll sjónarmið og hugmyndir fái að heyrast til að aðilarnir geti unnið saman að sjálfbærum lausnum með stuðningi þeirra sem koma til með að innleiða þær. Hugveitunni hefur verið falið það hlutverk að skapa sameiginlegan skilning um þessar áskoranir og finna möguleika á lausnum og verkefnum sem geta stuðlað að sameiginlegri norrænni nálgun gagnvart vandamálunum.
Hugveitan hittist fimm sinnum á fyrri hluta ársins 2022 áður en ráðleggingar hennar voru teknar saman í þessari hvítbók.
Tilgangur hvítbókarinnar er að gefa yfirlit yfir afrakstur af starfi hugveitunnar, þar á meðal ráðleggingar hennar um tiltekin verkefni.
Aðgerðir hugveitunnar eru lagðar fyrir þingmenn Norðurlandaráðs, sem fylgja þeim eftir og ákveða hverjum þeirra óskað verði að Norræna ráðherranefndin fylgi eftir. Ráleggingar hugveitunnar eru einnig lagðar fyrir viðeigandi embættismannanefndir Norrænu ráðherranefndarinnar. Aðrir aðilar geta einnig hafið aðgerðir með eða án stuðnings pólitískra stofnana.
""

Tilgangur og markmið

Tilgangur hugveitunnar er að tryggja undirstöður nauðsynlegs starfsmenntaðs vinnuafls framtíðarinnar á Norðurlöndum og efla frjálsa för fólks og fyrirtækja á Norðurlöndum.
Markmið verkefnisins er að skilgreina útlínur einstakra verkefna sem geta m.a. orðið að veruleika með því að Norðurlandaráð samþykki tillögurnar eða beini öðrum fyrirspurnum eða tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar.
Að því er varðar starfsgreinabundnar hindranir er í verkefninu lögð áhersla á að lausnir þurfi að vera almennar og að þær geti leyst eða átt þátt í að leysa margar hindranir fremur en aðeins eina í einu.
Hvað varðar þann þátt að auka áhuga á starfsmenntun er áhersla lögð á að stuðla að betri skilningi á afleiðingum vandans og að bæta bestu venjur á Norðurlöndum.
Sameiginlegar aðgerðir verða að tryggja heildstæðar lausnir sem bregðast við rót vandans í eitt skipti fyrir öll og tryggja langvarandi, skilvirkar og samræmdar norrænar aðgerðir.
Go to content