Tækifæri fyrir aukið norrænt samstarf

Starfsmiðað námi er byggt upp með ólíkum hætti á milli norrænu landanna og úrlausnarefnin eru misjöfn. Hugveitan telur því sameiginlegar lausnir fyrir alla, t.d. sameiginleg átök eða breytingar á námsleiðum, sjaldnast vera réttu leiðina. Á hinn bóginn hefur þessi mismunandi reynsla það í för með sér að löndin hafa mikil tækifæri til að læra hvert af öðru á mismunandi sviðum.
Alls leggur hugveitan til fimm verkefni:
  1. Norræn nefnd um starfsmiðað nám
  2. Úttekt á hæfnijafnvægi á Norðurlöndum
  3. Samanburðargreining á starfsmiðuðu námi á Norðurlöndum
  4. Kortlagning á þörfinni á endurmenntun
  5. Samnorrænn námsvettvangur
""

Aðgerð 1:

Norræn nefnd um starfsmiðað nám

Það skiptir höfuðmáli að þær aðgerðir sem ráðist verður í til að gera starfsmiðað nám eftirsóttara verði markvissar og miðist við raunverulegar þarfir til þess að fjármagni verði veitt til þeirra og við tryggjum að í framtíðinni verði brugðist í tæka tíð við nýjum þörfum og úrlausnarefnum.
Í dag skortir þá aðila, sem geta gert starfsmiðað nám eftirsóknarverðara, yfirsýn yfir það á hverju er þörf. Eins og fram kemur í verkefni 2 leggur hugveitan því til að gerð verði úttekt á hæfnijafnvægi á Norðurlöndum í dag. Jafnframt er mikilvægt að þekkingin verði nýtt. Sem stendur vantar þó vettvang þar sem viðkomandi aðilar geta rætt stöðuna, skipst á þekkingu og samræmt nýjar aðgerðir jafnóðum.

Tillögur

Hugveitan leggur til að stofnuð verði nefnd um starfsmiðað nám. Móta þarf fyrirkomulag þar sem fulltrúar atvinnulífsins, starfsmenntaskóla á Norðurlöndum og Norrænu ráðherranefndarinnar hittast einu sinni eða tvisvar á ári til að ræða hvort þeir hafi aðgang að réttu hæfninni og miðla reynslu hvers lands.
Nefndin ætti meðal annars að fá það verkefni að fylgja eftir kortlagningarvinnunni sem hugveitan leggur til, sbr. næstu þrjár síður í þessari skýrslu. Fulltrúi Norrænu ráðherranefndarinnar ætti að vera tengiliður við stjórnmálakerfið.

Kostir

  • Nefndin tryggir samræmingu verkefna svo unnt sé að miða þau við raunverulegar þarfir og nýta fjármagn með sem bestu hætti og stuðla að hæfnijafnvægi á Norðurlöndum.
  • Hún stuðlar einnig að því að breytingar á því hvaða hæfni er þörf uppgötvist og séu ræddar í tæka tíð svo stöðugt megi tryggja að nauðsynlegum verkefnum sé hrint í framkvæmt tímanlega.
  • Loks stuðlar nefndin að samhæfingu mismunandi aðila sem þurfa að vinna saman að heildstæðum og þar með sjálfbærum lausnum.

Aðgerðir

  • Stofna ber nefnd með fulltrúum vinnumarkaðarins og starfsmenntaskólanna auk Norrænu ráðherranefndarinnar. Meðlimir skulu skuldbinda sig til að hittast einu sinni til tvisvar á ári.
  • Lagt er til að Norræna ráðherranefndin hafi umsjón með ferlinu við val á nefndarmönnum ásamt því að ákveða umboð nefndarinnar og verklag.
  • Fulltrúi (eða fulltrúar) Norrænu ráðherranefndarinnar er tengiliður við stjórnmálin, jafnt í innlendu sem norrænu tilliti eftir þörfum.
Sem stendur vantar þó vettvang þar sem viðkomandi aðilar geta rætt stöðuna, skipst á þekkingu og samræmt nýjar aðgerðir jafnóðum

Aðgerð 2:

Kortlagning á hæfnijafnvægi á Norðurlöndum

Til að tryggja að fjármagn sé nýtt með sem bestum hætti og að viðeigandi úrlausnarefni séu greind og tekist á við þau í tæka tíð er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn yfir hæfnijafnvægi á Norðurlöndum. Slík yfirsýn er ekki til staðar að nægilega miklu leyti í dag.

Tillögur

Hugveitan leggur til að ráðist verði í úttekt með það fyrir augum að gefa betri yfirsýn. Hvaða hæfni verður þörf á á Norðurlöndum á næstu árum svo takast megi að skapa græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd? Og að hve miklu leyti höfum við aðgang að henni? Úttektin ætti að innihalda tölur fyrir hvert land og greiningu á tækifærum til að nýta hreyfanleika þvert á Norðurlönd til að skapa samnorrænt hæfnijafnvægi.
Úttektin gæti ef til vill innihaldið tilviksrannsókn um kröfurnar sem gerðar eru til norrænnar rafhlöðuframleiðslu þar sem margar slíkar verksmiðjur eru reistar á Norðurlöndum.
Þetta er gott dæmi um það hvernig græn umskipti kalla á nýja tegund af hæfni.

Kostir

  • Hægt er að greina raunveruleg úrlausnarefni svo hægt sé að hrinda í framkvæmd markvissum verkefnum til að tryggja hæfnijafnvægi á Norðurlöndum á komandi árum með það fyrir augum að styðja við Framtíðarsýn okkar 2030.

Aðgerðir

  • Hefja verður kortlagninguna eins fljótt og auðið er.
  • Mælt er með að Norræna ráðherranefndin leggi fram fé og velji samstarfsaðila sem getur unnið kortlagninguna (og ef til vill tilviksrannsóknina).
  • Aðilinn sem sem vinnur kortlagninguna (og ef til vill tilviksrannsóknina) skal gefa skriflega skýrslu og auk þess kynna vinnuna fyrir verkkaupa og hinni nýju norrænu starfsmenntanefnd.
  • Að því loknu er það verkefni norrænu starfsmenntanefndarinnar að ræða kortlagninguna og hugsanlega ýta úr vör viðeigandi verkefnum - í hverju landi fyrir sig og á norrænum vettvangi.
  • Norræna ráðherranefndin og aðrir aðilar að starfsmenntanefndinni bera auk þess ábyrgð á að miðla niðurstöðum kortlagningarinnar gegnum samstarfsnet sín og eftir öðrum leiðum.

Aðgerð 3:

Samanburðargreining á starfsmiðuðu námi á Norðurlöndum

Hugveitan sér mikil tækifæri í því að skiptast á þekkingu á milli Norðurlanda. Sem stendur vantar þó sameiginlegt yfirlit yfir uppbyggingu starfsmiðaðs náms í hverju landi fyrir sig og hvað það þýðir varðandi inntöku, úthald, vinnu að loknu námi o.s.frv. Slíkt yfirlit er nauðsynlegt til að við getum miðlað þekkingu og verið hvert öðru hvatning í framtíðinni.

Tillögur

Hugveitan leggur til að unnin verði samanburðargreining á starfsmiðuðu námi á Norðurlöndum. Líta ber til: Aldurs, kyns, bakgrunns í námi (varðandi inntöku), brottfalls í tengslum við námið, þ.e. hversu mörg falla brott, og hvenær, samsvörunar við vinnumarkaðinn og hversu fljótt nemendur geta fengið starf að námi loknu. Einnig ætti slík greining að taka til atriða er varða skipulag námsins, svo sem uppbyggingu, fyrirkomulag, kostnað, fjármögnun og opinberan kostnað.
Greiningunni er m.a. ætlað að finna þá aðila sem best gengur á tilteknum sviðum, svo sem varðandi inngildingu, aukinn inntökufjölda og samsvörun ásamt því að kortleggja hvað það er sem skilar þessum árangri.

Kostir

  • Greining á sviðinu beinir nauðsynlegri athygli að stærstu almennu áskorununum og að því hvar stærstu vandamálin er að finna.
  • Um leið verður með greiningunni hægt að miðla bestu starfsvenjum á öllum Norðurlöndum.

Aðgerðir

  • Hefja verður kortlagninguna eins fljótt og auðið er.
  • Mælt er með að Norræna ráðherranefndin leggi fram fé og velji samstarfsaðila sem getur unnið kortlagninguna hratt.
  • Aðilinn sem sem vinnur kortlagninguna skal gefa skriflega skýrslu og auk þess kynna vinnuna fyrir verkkaupa og hinni nýju norrænu starfsmenntanefnd.
  • Að því loknu er það verkefni norrænu starfsmenntanefndarinnar að ræða kortlagninguna og hugsanlega ýta úr vör viðeigandi verkefnum - í hverju landi fyrir sig og á norrænum vettvangi.
  • Norræna ráðherranefndin og aðrir aðilar að starfsmenntanefndinni bera auk þess ábyrgð á að miðla niðurstöðum kortlagningarinnar gegnum samstarfsnet sín og eftir öðrum leiðum.
Sem stendur vantar þó sameiginlegt yfirlit yfir uppbyggingu starfsmiðaðs náms í hverju landi fyrir sig og hvað það þýðir varðandi inntöku, úthald, vinnu að loknu námi o.s.frv.

Aðgerð 4:

Kortlagning á þörfinni á endurmenntun

Skortur mun verða á fagmenntuðu vinnuafli á Norðurlöndum. Því er mikilvægt að nýta og halda í það faglærða vinnuafl sem við höfum. Í flestum starfsgreinum er þróunin sífellt hraðari og kallar á nýja hæfni hjá hverjum og einum einstaklingi, sem stöðugt þarf að viðhalda starfshæfni sinni. Í dag leika vinnuveitendur stærsta hlutverkið í þessu samhengi en of fáir fagmenntaðir einstaklingar hljóta eftirmenntun í nægilegum mæli.
Á vinnumarkaði verður vart við skort á þeirri hæfni sem þörf er á. Það þýðir einnig að of margt fólk á á hættu að verða atvinnulaust vegna þess að menntun þeirra úreldist. Að mati hugveitunnar þarf að setja aukinn kraft í símenntun þeirra sem fyrir eru faglærðir.
Í flestum starfsgreinum er þróunin sífellt hraðari og kallar á nýja hæfni hjá hverjum og einum
Jafnframt er mikilvægt að iðn- og starfsmenntaskólarnir leggi áherslu á að byggja námið upp í takti við tímann þannig að frá upphafi sé miðað við að námið sé aðeins byrjun á námi sem mun standa æfina á enda.
Takast verður á við þessar áskoranir til þess að hægt sé að hefja markvissar aðgerðir. Hins vegar vantar yfirsýn yfir þörf á símenntun innan mismunandi starfsgreina, nú og í framtíðinni. Þá vantar yfirsýn yfir ólík starfssvið og bestu starfsvenjur í einstökum löndum sem gæti orðið öðrum innblástur.

Tillögur

Hugveitan mælir með að umfang framangreindra áskorana verði kortlagt. Greiningin skal sýna fram á hver munurinn er milli landa og milli námsleiða. Mælt er með því byrjað verði á 25 til 50 mikilvægustu námsleiðunum. Í kortlagningunni skal koma fram hvar hlutirnir eru best gerðir og hvað veldur því að svo sé.

Kostir

  • Greining á sviðinu beinir nauðsynlegri athygli að stærstu almennu áskorununum og að því hvar stærstu vandamálin er að finna.
  • Um leið verður með greiningunni hægt að miðla bestu starfsvenjum á öllum Norðurlöndum.

Aðgerðir

  • Hefja verður kortlagninguna eins fljótt og auðið er.
  • Mælt er með að Norræna ráðherranefndin leggi fram fé og velji samstarfsaðila sem getur unnið kortlagninguna hratt.
  • Aðilinn sem sem vinnur kortlagninguna skal gefa skriflega skýrslu og auk þess kynna vinnuna fyrir verkkaupa og hinni nýju norrænu starfsmenntanefnd.
  • Að því loknu er það verkefni norrænu starfsmenntanefndarinnar að ræða kortlagninguna og hugsanlega ýta úr vör viðeigandi verkefnum - í hverju landi fyrir sig og á norrænum vettvangi.
  • Norræna ráðherranefndin og aðrir aðilar að starfsmenntanefndinni bera auk þess ábyrgð á að miðla niðurstöðum kortlagningarinnar gegnum samstarfsnet sín og eftir öðrum leiðum.

Aðgerð 5:

Samnorræn vefsíða með yfirliti yfir námsframboð

Á Norðurlöndum höfum við í Framtíðarsýn 2030 sett okkur það metnaðarfulla markmið að verða samþættasta svæði heims. Í því felst meðal annars að hreyfanleiki Norðurlandabúa sé eins mikill og frekast er unnt. Það verður að byrja strax hjá unga fólkinu sem ætti eins og kostur er að geta valið nám alls staðar á Norðurlöndum. Þetta skiptir meðal annars máli á landamærasvæðum. Hins vegar verður þá að kynna ungmennunum tækifærin sem eru fyrir hendi í öðrum löndum en því sem þau eru búsett í. Það er almennt ekki gert nú.
Það verður að byrja strax hjá unga fólkinu sem ætti eins og kostur er að geta valið nám um öll Norðurlönd.

Tillögur

Hugveitan mælir með því að komið verði upp sameiginlegri norrænni vefsíðu með yfirliti yfir námsframboð. Þar ætti á einum stað að vera yfirlit yfir námstækifæri í öllum iðn- og starfsmennaskólum á Norðurlöndum. Auk þess ættu þar að vera upplýsingar um hvernig nemendur sem vilja stunda nám að hluta eða öllu leyti í öðru norrænu landi eiga að bera sig að.

Kostir

  • Aukinn hreyfanleiki og meiri tækifæri fyrir hvern og einn.
  • Ungmenni eru strax í æsku minnt á tækifærin sem þau eiga til að búa, starfa og stunda nám í öðru norrænu landi og geta kynnt sér þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að svo geti orðið. Jafnvel þó að þau nýti ekki þetta tækifæri í tengslum við starfsmenntun sína þá getur þetta stuðlað að auknum hreyfanleika þeirra - og þar með að hreyfanleika þeirra yfirleitt vinnumarkaði síðar á lífsleiðinni.

Aðgerðir

  • Velja ber aðila til þess að vinna kortlagningu á þeim upplýsingum sem þurfa að vera til staðar á vefsíðunni og hafa viðmót hennar þannig að hún veiti einfalt og aðgengilegt yfirlit.
  • Vefsíðan á að vera þannig uppbyggð að viðráðanlegt sé að halda henni við þegar breytingar verða á námstilboðum í löndunum.
  • Hægt væri að gera nýju norrænu starfsmenntanefndina ásamt Info Norden og aðrar upplýsingaþjónustur sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina samábyrg um að miðla upplýsingum um vefsíðuna til þeirra sem við á - þar með talið að tryggja að kennarar og námsráðgjafar í norrænum grunnskólum þekki hana.
  • Upplýsingaþjónusturnar sem heyra undir norrænu ráðherranefndina gætu til dæmis séð um rekstur og viðhald vefsíðunnar þegar þróunarverkefninu er lokið.
Go to content