Fara í innihald

Markmið 5: Efla skal Norðurlönd sem samþætt menntunar- og rannsóknarsvæði

Markmið Norðurlanda er að vera sjálfbærasta svæði heims fyrir árið 2030. Það á að vera auðvelt og eftirsóknarvert fyrir Norðurlandabúa að búa, stunda nám og starfa í öðru norrænu landi. Það er nú þegar mikið um gagnkvæma viðurkenningu á menntun og starfsréttindum, og tugir þúsunda námsmanna og kennara taka þátt í skiptiáætlunum á ári hverju, sem stuðlar að samþættum Norðurlöndum. Til að Norðurlönd verði að eftirsóknarverðu og mikilvægu svæði er einnig margt sem þarf að vernda og styrkja. Styrkja þarf norrænt samstarf sem eðlilegan vettvang þar sem landsbundin stefnumál eru þróuð, samnorrænar lausnir eru efldar og Norðurlönd efld sem ein rödd í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi.
lieselotte_van_der_meijs-studying-8145.jpg

Undirmarkmið 5.1: Elfa þarf Norðurlönd sem mikilvægt svæði með því að miðla reynslu og líta á norræn málefni í samhengi við evrópska og alþjóðlega stefnumótun.

Undirmarkmið 5.2: Það á að vera auðvelt og eftirsóknarvert fyrir Norðurlandabúa að stunda nám, rannsóknir og vinnu í öðru norrænu landi.

Undirmarkmið 5.3: Mikil skipti og hreyfanleiki þarf að vera á milli norrænu landanna og á milli Norðurlanda og Eystrasaltslanda á sviði menntunar og rannsókna.