Tungumál eru mikilvægasti hluti samfélagsinnviða okkar og eiga þátt í að skapa samstöðu og traust og styrkja lýðræði og virkni. Tungumálafjölbreytni er mikil á Norðurlöndum og þess vegna er mikilvægt að við verndum og þróum öll tungumál okkar og tungumálasamfélög, þar með talið tungumál frumbyggja og minnihlutamál. Norræna málsamfélagið er einstakt og á þátt í að tryggja samnorræna sjálfsmynd og ýtir undir að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Efla verður áhuga barna og ungs fólks á því að nota skandinavísku málin því það eru þau sem munu halda norrænu samstarfi áfram. Börn, ungmenni og fullorðnir með annan menningar- og tungumálabakgrunn eiga að hafa tækifæri á að læra undirstöðutungumál þess norræna lands sem þeir koma til. Til þess að efla norrænt tungumálasamstarf fram til ársins 2030 er þörf á langtímasamstarfi, að góð umgjörð verði sköpuð fyrir tungumálin og þau fái pólitíska athygli, m.a. með því að yfirlýsingu um norræna tungumálastefnu verði fylgt eftir og að markviss vinna fari fram við þróun starfænna lausna og gervigreindar.