Fara í innihald

Markmið 3: Norrænar rannsóknir skulu vera af miklum alþjóðlegum gæðum, tryggja góða vísinda­þekkingu og skapa nýja þekkingu á mikilvægum sviðum fyrir Norðurlönd

Norðurlönd skulu einkennast af því að vera öflugt þekkingarsvæði þar sem norrænar rannsóknir eru órjúfanlegur hluti af því að finna lausnir á stórum samfélagsáskorunum, þvert á fagsvið og samstarfsfleti. Rannsóknir verða að hafa norrænt notagildi byggt á sameiginlegum gildum og viðmiðum og skulu tryggja að Norðurlönd búi yfir vísindaþekkingu fyrir framtíðina. Norðurlönd eiga að vera eftirsóknarvert rannsóknarsvæði með góðum skilyrðum til að gera rannsóknir, óháð kyni, aldri og fötlun. Þetta felur meðal annars í sér að jafnt kynjahlutfall sé innan akademíunnar og starfsmöguleikar fyrir ungt rannsóknarfólk.
sarsmikober-001.jpg

Undirmarkmið 3.1: Norrænu löndin skulu stuðla að öndvegisrannsóknum og norrænu notagildi með rannsóknasamstarfi og -miðlun sem þróar norræn samfélög.

Undirmarkmið 3.2: Norrænt samstarf á sviði rannsókna skal stuðla að fjölfaglegu og þverlægu samstarf milli landsbundinna og norrænna fjármögnunaraðila rannsókna.

Undirmarkmið 3.3: Efla skal norrænt samstarf um rannsóknarinnviði.

Undirmarkmið 3.4: Norðurland skulu vera eftirsóknarvert rannsóknarsvæði með góð skilyrði til rannsókna, óháð kyni, aldri og atgervi.

Undirmarkmið 3.5: Vinna skal rannsóknir byggðar á grundvallarviðmiðum á borð við frelsi í fræðastarfi, heilindi, ábyrgar rannsóknaraðferðir, opin vísindi og öryggi.