Fara í innihald

Markmið 2: Menntun á Norðurlöndum skal í framtíðinni endurspegla færniþörf samfélagsins og atvinnulífsins

Árið 2030 skal tækifæri einstaklinga til að þróa færni sína á allri lífsleiðinni áfram liggja til grundvallar símenntunar á Norðurlöndum – óháð þörfum og fötlun. Um leið þurfa Norðurlönd að þróa sveigjanlega menntun og námsaðferðir sem nýta færni íbúanna og uppfylla þarfir vinnumarkaðarins og samfélagsins. Þetta felur einnig í sér hæfniþróun á vinnustöðum sem krefst símenntunar kennsluaðila svo gert sé ráð fyrir nýjum aðferðum og starfsnámi. Til að stuðla að umskiptum yfir í sjálfbærni og standa vörð um velferðarsamfélagið þurfa sem flestir að sækja sér menntun og taka þátt á vinnumarkaði með sérhæfðri færni í starfsgreinum sem samfélagið og atvinnulífið kalla eftir.Um leið verða Norðurlönd að vinna í sameiningu gegn félagslegri einangrun og jaðarsetningu til þess að umskiptin verði inngildandi og skilvirk. 
sofia_sabel-swedish_industry-6531.jpg

Undirmarkmið 2.1: Það á að vera gott jafnvægi milli menntakerfa og framboðs og færniþarfa til að græn umskipti verði að veruleika og til að standa vörð um öflug velferðarsamfélög.

Undirmarkmið 2.2: Fleiri skulu bæta stöðu sína á vinnumarkaði með endurmenntun og framhaldsnámi og aukinni viðurkenningu.

Undirmarkmið 2.3: Fleiri með erlendan bakgrunn skulu taka þátt á vinnumarkaði með markvissum tungumála- og fræðslutilboðum.

Undirmarkmið 2.4: Fleiri skulu ljúka menntun og eiga greiða leið inn á inngildandi og réttlátan vinnumarkað.