Það á að vera einfalt að búa, stunda nám, vinna, ferðast og reka fyrirtæki alls staðar á Norðurlöndum og þvert á landamæri. Landamærasvæði Norðurlanda vinna saman að því að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins, aðlaga færniframboð, greina og fjarlægja stjórnsýsluhindranir, þróa sjálfbærar og loftslagsvænar lausnir í umhverfis- og orkumálum og stuðla að sjálfbærri landnotkun ásamt þróun innviða og upplýsingagjöf þvert á landamæri. Norrænt samstarf um byggða- og skipulagsmál mun beita sér fyrir sjálfbærri svæðisþróun sem teygir sig yfir landamæri með það fyrir augum að stuðla að lífvænlegum landamærasvæðum sem stuðla að samþættum, grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum.