Grænu umskiptin krefjast þess að landi verði forgangsraðað í þágu framleiðslu á endurnýjanlegri orku, matvælaframleiðslu, skógræktar, útivistar, náttúruverndar og verndunar menningarumhverfis, auk þróunar á grænum atvinnugreinum. Landnotkun felur í sér áskoranir sem teygja sig yfir landamæri og mörk sveitarfélaga, svæða og landa og þörf er á lausnum þar sem landfræðileg tækifæri eru nýtt til fulls. Um leið þarf að líta á landnotkun sem hluta af stærri mynd og vinna gegn togstreitu á milli markmiða. Samstarfsáætlunin um byggða- og skipulagsmál mun vinna að því að bæta landnýtingu og stuðla að þróun og prófun á aðferðum og ferlum í skipulagsgerð.