Fara í innihald

Markmið 4: Hlutverk menningargeirans og fjölmiðla varðandi viðbúnað gagnvart krísum og til þess að mæta stafrænni væðingu og nýrri tækni er styrkt

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

Aðgengi að menningu og menningararfi styrkir þróun borgarasamfélagsins, viðnámsþrótt og endurreisn þegar upp koma krísur og stríð. Frjálsir og óháðir fjölmiðlar, tjáningarfrelsi og listrænt frelsi gera svæðið betur í stakk búið að takast á við krísur og ógnir. Ráðast skal í aukið norrænt samstarf og beinar aðgerðir til að vinna gegn rangupplýsingum. Á tímum sem einkennast af miklum samfélagsbreytingum og tækniþróun eiga norrænar aðgerðir að stuðla að betri, skilvirkari og markvissari lausnum í samstarfi við viðeigandi fagsvið. 
IMG_1939.JPG

Undirmarkmið 4.1: Norrænu samstarfi og miðlun á reynslu um viðbúnað í menningargeiranum er komið á.

Undirmarkmið 4.2: Stutt er við tjáningarfrelsi og listrænt frelsi á Norðurlöndum með aukinni áherslu á frjálst og óháð hlutverk menningargeirans og fjölmiðla.

Undirmarkmið 4.3: Norrænt samstarf um áskoranir á sviði menningar- og fjölmiðlamála í tengslum við nýja tækni, gervigreind og áhrif tæknirisanna á lýðræðislega umræðu, þar með talið á velferð og vellíðan barna og ungmenna, er aukið.