Fara í innihald

Markmið 3: Fjölbreytileiki í menningu og tungumálum á Norðurlöndum er efldur og stuðlar að aukinni samstöðu, trausti og samþættingu á Norðurlöndum

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

Menningar- og tungumálasamstarf skapar samkennd, skilning og traust á milli fólks á Norðurlöndum og stuðlar að aukinni samþættingu svæðisins. Þekking barna og ungs fólks á og aðgengi að norrænni menningu, menningararfi og norrænum tungumálum, þar með töldu táknmáli, stuðlar að félagstilfinningu og velferð og skapar tækifæri til skapandi þróunar, tjáningar og þátttöku í lýðræðinu. Menningarsamstarfið mun styðja við menninguna sem jákvæðan samfélagsþátt og öflugt og fjölbreytt menningarlíf sem er inngildandi og aðgengilegt öllum. Tungumálasamstarfið verður þróað áfram og sett í forgang með áherslu á varðveislu lítilla tungumála á Norðurlöndum, þróun máltækni og menningar- og tungumálaskilnings barna og ungs fólks. Norrænni yfirlýsingu um tungumálastefnu verður fylgt eftir í samstarfi við ráðherranefndina um menntun og rannsóknir (MR-U).
ann-sofi_rosenkvist-culture_for_children-5300.jpg

Undirmarkmið 3.1: Góð og fyrirsjáanleg umgjörð um norrænt menningarasamstarf er tryggð.

Undirmarkmið 3.2: Þátttaka í norrænu menningarlífi sem ýtir undir inngildingu, fjölbreytileika og jafnrétti hefur aukist.

Undirmarkmið 3.3: Áhugi og notkun barna og ungmenna á menningu og tungumálum á Norðurlöndum hefur aukist.