Fara í innihald

Markmið 1: Skilyrði listafólks og menningaraðila á Norðurlöndum til loftslagsvænnar framleiðslu, miðlunar og dreifingu á list og menningu eru góð

Græn Norðurlönd

Listir, menning og þekking á menningararfinum hjálpa okkur að átta okkur á, skilja og takast á við loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun í sjó og á landi. Listir og menning styðja við umskipti yfir í sjálfbærari lífsstíl. Norrænar aðgerðir á sviði menningarmála eiga að stuðla að því að fjarlægja hindranir í vegi grænna umskipta og greiða fyrir miðlun reynslu og nýjum aðferðum í þágu framsýnni og loftslagsvænni framleiðslu, miðlunar og dreifingar listar og menningar.
Nordic Green Roadmap for Cultural Institutions er dæmi um samnorrænt verkefni í þágu grænna umskipta í menningargeiranum. 
Hinar menningarlegu og skapandi greinar gegna mikilvægu hlutverki í þessu sambandi. Kastljós menningarsamstarfsins á að beinast að viðkvæmum menningararfi í samræmi við alþjóðlega samninga.
Louisiana Museum of Modern Art_48683.jpg

Undirmarkmið 1.1: Listafólk og menningaraðilar á Norðurlöndum búa yfir aukinni hæfni og þekkingu á áhrifum listar og menningarlífs á loftslagsbreytingarnar og öfugt.

Undirmarkmið 1.2: Hlutverk lista og menningar í því að miðla og veita nýja sýn á loftslagsbreytingarnar og grænu umskiptin er eflt og gert sýnilegt í samræmi við framleiðsluskilyrði geiranna sjálfra.

Undirmarkmið 1.3: Samstarfi um græna varðveislu, notkun og miðlun á menningararfi sem er viðkvæmur gagnvart loftslagsbreytingum er komið á.