Fara í innihald

Markmið 2: Norðurlönd eru sýnilegt, samkeppnishæft og skapandi svæði

Samkeppnishæf Norðurlönd

Sýnileg og skapandi Norðurlönd veita aukin atvinnutækifæri og betri lífskjör, öflugri tengslanet og miðlun á færni fyrir norræna listamenn og menningaraðila. Samstarf við aðila á Norðurskautssvæðinu og í Eystrasaltsríkjunum og hreyfanleiki þvert á landamæri svæðisins gegnir lykilhlutverki og stuðlar að því að Norðurlönd sem svæði verði brautryðjendur á sviði tjáningarfrelsis og frjálsra lista og menningar. Menningarlegar og skapandi greinar efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun. Norrænt menningarsamstarf skal með sjálfbærum hætti styðja við nýsköpun þegar kemur að nýjum samstarfsverkefnum og viðskiptalíkönum ásamt umhverfisvænni framleiðslu, miðlun og markaðssetningu á list og menningu á Norðurlöndum og utan þeirra.
Helsinki Biennaali 2021_Credit_MariiaKauppi_VisitFinland.jpg

Undirmarkmið 2.1: Kynning og miðlun á list og menningu innan og utan Norðurlanda er efld.

Undirmarkmið 2.2: Hreyfanleiki og samskipti á milli norrænna listamanna og menningaraðila og aðila á Norðurskautssvæðinu, í Eystrasaltsríkjunum og á grannsvæðum Norðurlanda hafa aukist.

Undirmarkmið 2.3: Ráðist er í sameiginleg átök í menningarmálum utan Norðurlanda sem stuðla að alþjóðlegri kynningu norrænna menningaraðila og vekur athygli á Norðurlöndum sem skapandi svæði.