Fara í innihald

Pólitískar áherslur 2025–2030

Fjölmennt og fært vinnuafl, sveigjanlegir vinnumarkaðir, góð starfskjör ásamt góðu og inngildandi vinnuumhverfi eru lykilatriði þess að skapa megi í senn græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þessi forgangsatriði eru innbyrðis háð hvert öðru og ekkert þeirra er hægt að byggja upp án hinna.
Um leið vill MR-A einnig beina sjónum að sjálfbærri þróun, jafnrétti og sjónarmiðum ungs fólks á næsta áætlunartímabili. MR-A vill taka mið af þessum þverlægu áherslusviðum í verkefnum og annarri viðeigandi og starfsemi í samstarfi við aðrar ráðherranefndir. 
Með hliðsjón af þessu hefur MR-A sett eftirfarandi meginmarkmið og undirmarkmið fyrir starfið á árunum 2025–2030 og miðast þau við þá heildarsýn að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims 2030.
scandinav-at_work-8556.jpg