Allir með
Margt bendir til að græn og stafræn umskipti muni leiða til fækkunar starfa í sumum greinum um leið og ný störf verða til annars staðar. Mikilvægt er að beina þeim sem eiga á hættu atvinnumissi yfir í aðrar greinar sem eru í vexti. Vinnumarkaðsstefna og fjárfestingar í færniþróun, starfsendurhæfingu og endur- og símenntun gegna mikilvægu hlutverki í þessum umskiptum. Framkvæmd markmiðsins skiptir ekki eingöngu sköpum um hvort græn og stafræn umskipti takist heldur gegnir hún einnig lykilhlutverki varðandi það að ójöfnuður aukist ekki.