Fara í innihald

Markmið 1: Tryggja tímanlega og réttláta aðlögun starfsfólks þannig að enginn heltist úr lestinni og að við höfum yfir að ráða fólki með rétta færni til framkvæma græn og stafræn umskipti

Allir með

Margt bendir til að græn og stafræn umskipti muni leiða til fækkunar starfa í sumum greinum um leið og ný störf verða til annars staðar. Mikilvægt er að beina þeim sem eiga á hættu atvinnumissi yfir í aðrar greinar sem eru í vexti. Vinnumarkaðsstefna og fjárfestingar í færniþróun, starfsendurhæfingu og endur- og símenntun gegna mikilvægu hlutverki í þessum umskiptum. Framkvæmd markmiðsins skiptir ekki eingöngu sköpum um hvort græn og stafræn umskipti takist heldur gegnir hún einnig lykilhlutverki varðandi það að ójöfnuður aukist ekki.
sofia_sabel-bioink-7548.jpg
Til að ná markmiðinu um að tryggja tímanlega og réttláta aðlögun vinnuaflsins vill MR-A á næsta áætlunartímabili einkum leggja áherslu á að:

Undirmarkmið 1.1

Efla þekkingu á því hvernig græn og stafræn umskipti hafa áhrif á norræna vinnumarkaði og færniþörf.

Undirmarkmið 1.2

Flýta fyrir grænum og stafrænum umskiptum á vinnumarkaði einnig utan stóru borganna á Norðurlöndum.

Undirmarkmið 1.3

Flýta fyrir símenntun og tækifærum til aðlögunar, þar á meðal að skapa betri tækifæri og hvatningu til að velja starfstengdan frama í nánu samstarfi við viðkomandi málefnasvið.