Í samstarfsáætluninni forgangsröðum við aðgerðum á sviðum þar sem löndin geta með þekkingu sinni, með því að skiptast á reynslu og vinna saman, skapað norrænt notagildi og tryggt betri skilyrði fyrir þróun vinnumarkaða á Norðurlöndum.
Metnaðurinn er að byggja upp lausnir sem nýtast þegar löndin þróa sína stefnu á viðkomandi sviðum. Einnig er metnaðurinn að samhæfa sameiginleg sjónarmið og yfirlýsingar á sviðum þar sem löndin ná meiru fram í sameiningu en hvert um sig.
Til að tryggja norræna nytsemi og framrás í samræmi við framtíðarsýn samstarfsáætlunarinnar er þörf á nánu samstarfi þvert á ráðherranefndir og stöðugt samráð við Norðurlandaráð, félagsamtök og ekki síst aðila vinnumarkaðarins.
Hið sérnorræna vinnumarkaðslíkan er einnig mikilvægt tæki. Ekki aðeins þegar um er að ræða laun og vinnutíma, breyttar aðstæður á vinnumarkaði og menntun, heldur sér í lagi þegar skapa á góðar forsendur til að ná framtíðarsýn Norðurlanda 2030.
Samstarfsáætlunin var samþykkt af MR-A 29. ágúst 2024 og gildir á árunum 2025–2030.