Fara í innihald

Markmið 4: Efla gott og öruggt vinnuumhverfi sem er lagað að núverandi og nýjum forsendum og kröfum sem vinnumarkaðurinn býður upp á

Skilvirkt atvinnulíf

Öflugur vinnumarkaður krefst góðs vinnuumhverfis og skiptir máli fyrir einstaklinginn en einnig löndin sjálf því hann skapar skilyrði fyrir hagvöxt og fjármögnun velferðar­samfélaga Norðurlandanna. Hins vegar eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á og breyta þeim vinnumarkaði sem við þekkjum.
Það er hvernig við vinnum störf okkar en einnig sköpun nýrra tegunda starfa. Á sama tíma er lögð mikil áhersla á sálfélagslegar áskoranir. Launafólk og atvinnurekendur þurfa að aðlagast nýjum skilyrðum og kröfum. Til að það megi takast þurfa aðlögunarferlin að vera réttlát, skilvirk og inngildandi.
simon_paulin-creative_office_cooperation-5392.jpg
Til að ná því takmarki að norrænn vinnumarkaður einkennist einnig í framtíðinni af góðu og öruggu vinnuumhverfi vill MR-A á næsta áætlunartímabili leggja sérstaka áherslu á að:  

Undirmarkmið 4.1

Greiða fyrir góðu vinnuumhverfi á tímum sóknar blandaðs vinnuumhverfis, fjölgunar á starfsfólki í harkhagkerfinu, nýrra ráðningarkjara og lengri starfsævi.

Undirmarkmið 4.2

Auka þekkingargrunn fyrir orsakir, eðli og viðbrögð við sálfélagslegum áskorunum tengdu skipulagi vinnuumhverfis á norrænum vinnumarkaði.

Undirmarkmið 4.3

Efla þekkingu á tækifærum og áskorunum á norrænum vinnumörkuðum með aukinni stafvæðingu, þar á meðal notkun gervigreindar.

Undirmarkmið 4.4

Greiða fyrir skilvirkum vinnuumhverfisstefnum og eftirlitsaðferðum sem fyrirbyggja starfstengda sjúkdóma, slys, dauðsföll og óásættanlegar vinnuaðstæður.