Skilvirkt atvinnulíf
Öflugur vinnumarkaður krefst góðs vinnuumhverfis og skiptir máli fyrir einstaklinginn en einnig löndin sjálf því hann skapar skilyrði fyrir hagvöxt og fjármögnun velferðarsamfélaga Norðurlandanna. Hins vegar eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á og breyta þeim vinnumarkaði sem við þekkjum.
Það er hvernig við vinnum störf okkar en einnig sköpun nýrra tegunda starfa. Á sama tíma er lögð mikil áhersla á sálfélagslegar áskoranir. Launafólk og atvinnurekendur þurfa að aðlagast nýjum skilyrðum og kröfum. Til að það megi takast þurfa aðlögunarferlin að vera réttlát, skilvirk og inngildandi.