Réttlát samkeppni
Mikilvægur þáttur í samkeppnisfærni og aðlögunarhæfni Norðurlanda er sanngjörn samkeppni. Hún krefst viðunandi kjara á vinnumarkaði og frjálsrar farar starfsfólks. Þessu fylgja öflugar og samfelldar aðgerðir gegn stjórnsýsluhindrunum, brotastarfsemi á vinnumarkaði og félagslegu undirboði. Þróun og beiting hins einstaka þríhliða vinnumarkaðslíkans á Norðurlöndum er mikilvæg í þessu starfi. Sama á við um náið samstarf um ESB-mál þegar um er að ræða málefni sem varða Norðurlöndin öll og þegar þarf að skapa skilning og virðingu fyrir norræna vinnumarkaðslíkaninu svo og sjálfsákvörðunarrétti og hlutverki aðila þess.