Fara í innihald

Markmið 3: Efla sanngjarna samkeppni og auka hreyfanleika vinnuaflsins með viðunandi kjörum og færri stjórnsýslu­hindunum á Norðurlöndum

Réttlát samkeppni

Mikilvægur þáttur í samkeppnisfærni og aðlögunarhæfni Norðurlanda er sanngjörn samkeppni. Hún krefst viðunandi kjara á vinnumarkaði og frjálsrar farar starfsfólks. Þessu fylgja öflugar og samfelldar aðgerðir gegn stjórnsýsluhindrunum, brotastarfsemi á vinnumarkaði og félagslegu undirboði. Þróun og beiting hins einstaka þríhliða vinnumarkaðslíkans á Norðurlöndum er mikilvæg í þessu starfi. Sama á við um náið samstarf um ESB-mál þegar um er að ræða málefni sem varða Norðurlöndin öll og þegar þarf að skapa skilning og virðingu fyrir norræna vinnumarkaðslíkaninu svo og sjálfsákvörðunarrétti og hlutverki aðila þess.
janus_langhorn-the_öresund_bridge_-2195.jpg
Til þess að ná markmiðinu um sanngjarna samkeppni og aukinn hreyfanleika starfsfólks mun MR-A á næsta áætlunartímabili leggja sérstaka áherslu á að:

Undirmarkmið 3.1

Efla aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði og félagslegu undirboði yfir landamæri, meðal annars í norrænu-baltnesku samstarfsneti um brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Undirmarkmið 3.2

Greiða fyrir hreyfanleika starfsfólks milli Norðurlandanna, meðal annars með afnámi stjórnsýsluhindrana.

Undirmarkmið 3.3

Tryggja jafnvægi milli verndar launafólks og sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars með samstarfi um ESB- mál og við alþjóðlega aðila með virðingu fyrir því sérstaka hlutverki sem aðilar vinnumarkaðarins gegna.