Samstarfsáætlunin gildir fyrir tímabilið 2025–2030 en er skipt niður í þriggja ára starfsáætlanir fyrir tímabilin 2025–2027 og 2028–2030.
Á miðju tímabilinu verður gerð úttekt og á grundvelli hennar kann ráðherranefndin að gera breytingar á samstarfsáætluninni ásamt því að fá tillögur að því hvernig rétt sé að útfæra starfsáætlun fyrir seinni hluta tímabilsins.
Skýrslum um árangur af áætlunum verður skilað jafnóðum til Norrænu samstarfsnefndarinnar / MR-SAM. Auk þess verða gerðar milliúttektir eftir því sem framkvæmdastjóri og ráðherranefndin telja þörf á.