Fara í innihald

Markmið 3: Norræn sjónarmið verða tryggð á svæðinu og alþjóðavettvangi

MR-SAM stuðlar að því að auka vitund um norræn gildi, reynslu og lausnir með stuðningi við sameiginleg norræn verkefni, jafnt heima fyrir sem á alþjóðavísu. 
SS_20211110_Helsinki_CAP26_HUB_162150_6140-1200px.jpg

Undirmarkmið 3.1: Öflugra svæðisbundið samstarf og þekkingarskipti með lykilaðilum í löndunum, á svæðinu og á alþjóðavísu

Í gegnum verkefnastarfsemi, þekkingarskipti og náið samstarf við grannsvæði Norðurlanda, og að einhverju leyti valda heimshluta, er unnið að markmiðum framtíðarsýnarinnar utan Norðurlanda. 

Undirmarkmið 3.2: Norræn gildi og lausnir verða kynntar í löndum utan Norðurlanda

Sem brautryðjendur varðandi græn umskipti, félagslega sjálfbærni og samkeppnishæfni stuðla norrænu löndin að því að auka vitund um norræn gildi, reynslu og lausnir á alþjóðavísu. Sendiráð norrænu landanna eru mikilvægur vettvangur vinnunnar við að efla rödd Norðurlanda alþjóðlega.