Fara í innihald

Markmið 1: Starfsemi Norrænu ráðherra­nefndarinnar stuðlar að Framtíðarsýn okkar 2030 

MR-SAM tekur þátt í að bjóða upp á norrænar lausnir sem með beinum hætti hjálpa til við að leysa úrlausnarefni á Norðurlöndum, nýja þekkingu sem kallað er eftir og sem nota má við stefnumótun í norrænu löndunum og vettvanga fyrir norræna samvinnu til þess að tengja aðila á svæðinu betur saman. 
ulf_lundin-enjoying_nature-5310 (1).jpg

Undirmarkmið 1.1: Framtíðarsýnin er aðalhvatinn í starfsemi ráðherra­nefndarinnar

Vinna fagsviðanna við samstarfsáætlanirnar og starfsáætlanirnar verður samræmd og henni fylgt eftir. Það verður meðal annars gert með því að styðja við og hvetja til samstarfs þvert á fagsvið og málefnasvið ásamt því að fylgja eftir þróun Norðurlanda í átt til þess að verða sjálfbært og samþætt svæði með hagtölum og vísum. Unnið verður áfram að innleiðingu hinna þverlægu sjónarmiða.  

Undirmarkmið 1.2: Starfsemi ráðherra­nefndarinnar stuðlar að viðnámsþolnara og sjálfbærara svæði

Hvatt verður til öflugra norræns samstarf á sviði samfélagsöryggis, þar með talið almannavarna, afhendingaröryggis og viðnámsþols, innan fagsviða ráðherranefndarinnar. Eftirfylgni og skýrslugjöf um samstarf fagsviðanna og annað viðeigandi norrænt samstarf fer fram jafnóðum.  

Undirmarkmið 1.3: Virði og árangur af starfsemi Norrænu ráðherra­nefndarinnar er ríkisstjórnunum og opinberum aðilum skýr

Samskiptaaðgerðir innan Norðurlanda sem utan þeirra verða auknar og miðaðar við markmið framtíðarsýnarinnar. Umræður á norrænum vettvangi verða auknar og vægi norrænna sjónarmiða innan ríkisstjórna landanna aukið og tryggt.