Vinnu að hreyfanleika og afnámi stjórnsýsluhindrana verður beint að stærri málum sem skipta sköpum varðandi samþættingu innan Norðurlanda. Um leið verður pólitískur stuðningur og samstarf við ráðuneyti í einstökum löndum og yfirvöld ásamt svæðisbundnum aðilum og atvinnulífinu eflt. Upplýsingaaðgerðir sem beinast að almenningi og og fyrirtækjum verða styrktar svo auðveldara verði fyrir viðtakendur að finna réttar upplýsingar. Kunnátta í norrænum tungumálum verður efld með markvissum aðgerðum.