Fara í innihald

Markmið 2: Aukin samþætting og hreyfanleiki á milli norrænu landanna

ulf_lundin-enjoying_nature-5310 (1).jpg

Undirmarkmið 2.1: Það á að vera einfaldara og eftirsóknar­verðara fyrir fólk að búa, stunda nám eða vinnu og reka fyrirtæki í öðru norrænu landi

Vinnu að hreyfanleika og afnámi stjórnsýsluhindrana verður beint að stærri málum sem skipta sköpum varðandi samþættingu innan Norðurlanda. Um leið verður pólitískur stuðningur og samstarf við ráðuneyti í einstökum löndum og yfirvöld ásamt svæðisbundnum aðilum og atvinnulífinu eflt. Upplýsingaaðgerðir sem beinast að almenningi og og fyrirtækjum verða styrktar svo auðveldara verði fyrir viðtakendur að finna réttar upplýsingar. Kunnátta í norrænum tungumálum verður efld með markvissum aðgerðum. 

Undirmarkmið 2.2: Aukið samstarf og þekkingarskipti fyrir aðila borgara­samfélagsins á Norðurlöndum 

Samstarfið við borgarasamfélagið verður eflt með styrkjum til samskipta og norrænnar starfsemi fyrir félagasamtök.

Undirmarkmið 2.3: Aukin inngilding barna og ungmenna á Norðurlöndum

Á inngildandi og sjálfbærum Norðurlöndum skipta aðgerðir sem gera öllum börnum og ungmennum kleift að þroskast, hafa áhrif á líf sitt og raunveruleg áhrif á samfélagsþróunina sköpum.