Go to content

3. Evrópska tengslanetið

Víðsvegar um heiminn hefur eldra fólk stofnað eða gengið til liðs við samtök sem starfa að loftslagsmálum til að reyna að hafa áhrif á stefnumótun, bæði á svæðisvísu og á landsvísu. Árið 2019 samþykkti Evrópusambandið Grænan sáttmála Evrópu (e. European Green Deal) sem hefur það m.a. að markmiði að Evrópa verði kolefnishlutlaus árið 2050. Í kjölfar þess ákváðu nokkur evrópsk samtök eldra fólks í loftslagsmálum að stofna samstarfsnet sem leggur áherslu á innleiðingu sáttmálans með því að skiptast á upplýsingum, þekkingu og aðferðum á sama tíma og þau styðja við aðgerðir um alla Evrópu. Samstarfsnetið er sjálfskipulagt og óháð stjórnmálaöflum og tengir saman mörg loftslagsverndarsamtök í þeim löndum sem hlut eiga að máli.
European Grandparents for Climate (2023).
Þannig eru dönsku samtökin Bedsteforældrenes Klimaaktion, sænsku samtökin Grand Panthers, finnsku samtökin Ilmastoisovanhemmat og norsku samtökin Besteforeldrenes klimaaksjon öll hluti af þessu evrópska tengslaneti. Þar má einnig finna samtök frá öðrum löndum á meginlandi Evrópu og frá Bretlandi. Samtökin hafa staðið að stafrænum fundum og gefa út sameiginlegt fréttabréf fjórum sinnum á ári. Norsku samtökin vinna nú að því að setja upp heimasíðu fyrir tengslanetið til að skapa sameiginlegan stafrænan vettvang þessara samtaka. Ætlunin er að heimasíðan verði tilbúin í lok árs 2023.
Á næstu mánuðum, að öllum líkindum vorið 2024 er stefnt að því að halda sérstaka ráðstefnu í Strasbourg í Frakklandi þar sem meðlimir evrópska tengslanetsins í allri Evrópu munu hittast og vinna saman að því að skipuleggja fund með framkvæmdastjórn eða forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB).