Fara í innihald

Markmið 3: Forvirkar aðgerðir og barátta gegn afbrotum

Efla skal norrænt samstarf að fyrirbyggjandi aðgerðum og baráttu gegn glæpastarfsemi á Norðurlöndum.  
Í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi og klíkuglæpum skiptir miklu að koma í veg fyrir alvarlegt ofbeldi, veikja fjárhagslegan grundvöll undirheimanna og búa svo um hnútana að glæpahópum takist ekki að vinna börn og ungmenni á sitt band.
ulf_lundin-enjoying_nature-5310 (1).jpg

Undirmarkmið 3.1

Að miðla þekkingu og vera vettvangur fyrir samanburð á reynslu landanna og greiningu á hverra breytinga kunni að vera þörf á sviði forvarna og baráttu gegn glæpastarfsemi, hryðjuverkum og innrætingu öfgahyggju, að meðtalinni samvinnu um rannsóknaraðferðir með hliðsjón af þróun löggjafar Evrópusambandsins og annarra alþjóðlegra skuldbindinga.

Undirmarkmið 3.2

Að efla samstarfið um forvirkar aðgerðir og baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi og klíkuglæpum með það að leiðarljósi að veikja fjárhagslegan grundvöll undirheimanna, koma í veg fyrir að börn og ungmenni láti ginnast af glæpamennsku og vinna gegn óeðlilegum áhrifum á stjórnvöld og þá sem hafa með höndum opinbert vald.

Undirmarkmið 3.3

Að þróa og efla norrænt samstarf um að fyrirbyggja og vinna bug á hvers konar birtingarmyndum mansals.

Undirmarkmið 3.4

Að miðla bæði þekkingu og reynslu um yfirfærslu refsifullnustu og möguleika á að bregðast við plássleysi í innlendum fangelsum. 

Undirmarkmið 3.5

Að auka vægi og taka þátt í að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi í nánum samböndum, þar með talið kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.   

Undirmarkmið 3.6

Að efla norrænt samstarf um baráttuna gegn netglæpum og upplýsingamiðlun um reynslu landanna á því sviði, þar sem sérstök áhersla er lögð á baráttu gegn stafrænum kynferðisbrotum annars vegar og á vernd barna á netinu hins vegar, með hliðsjón af þróun löggjafar ESB og annarra alþjóðlegra skuldbindinga.