Fara í innihald

Formáli

Norrænt samstarf á sviði dómsmála styður við framtíðarsýn norrænu forsætisráðherranna um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.
Löggjafarsamstarfið stuðlar að sameiginlegum grundvallarreglum í löggjöf Norðurlandanna í samhljómi við almenn norræn gildi sem m.a. byggja á lýðræði og trausti til stofnana samfélagsins. Samstarfið er einnig mikilvægur liður í evrópsku löggjafarsamstarfi og við innleiðingu ESB/EES-gerða og annarra alþjóðlegra skuldbindinga.
Auk þess hefur í samstarfinu á þessu sviði sjónum verið beint sérstaklega að grundvallarstoðum réttarríkisins og að fyrirbyggja og berjast gegn öfgahyggju, hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Samstarfið stuðlar þannig að samfélagsöryggi og viðnámsþrótti norræns samfélags.
Samstarfið styður fyrst og fremst við stefnumarkandi áhersluna um félagslega sjálfbær Norðurlönd sem felst í framtíðarsýn norrænu forsætisráðherranna en einnig við áhersluna er varðar samkeppnishæf Norðurlönd. 
forord.jpg
Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra Svíþjóðar og Karen Ellemann framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
665489ca9dd46_GS underskrift KE 2023_svart.png
Gunnar Strömmer
dómsmálaráðherra Svíþjóðar
665489ca9dd46_GS underskrift KE 2023_svart.png
Karen Ellemann
framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar