Fara í innihald

Markmið 2: Öflug og virk réttarríki og lýðræði á Norðurlöndum

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

Tryggja ber réttaröryggi allra borgara og fyrirtækja á Norðurlöndum og gæta grundvallarréttinda allra.   
Öflugt og virkt réttarríki er forsenda trausts og samheldni í löndunum og þarf þess vegna að vera í brennidepli eins og áður.

Undirmarkmið 2.1

Að bæta þekkingu og skilning á afleiðingum aukinnar stafvæðingar í því skyni að auka skilvirkni í málsmeðferð stjórnvalda og dómstóla, t.d. með aðstoð gervigreindar, með það í huga að treysta og efla réttaröryggi borgara og fyrirtækja á Norðurlöndum.

Undirmarkmið 2.2

Að tryggja réttaröryggi allra borgara á Norðurlöndum og gæta grundvallarréttinda, svo sem jafnréttis kynjanna og réttinda barna og ungmenna.

Undirmarkmið 2.3

Að styðja viðleitni til að efla réttaröryggi og lýðræði með það í huga að treysta réttarkerfið og viðnámsþrótt lýðræðisins ásamt því að efla hlutdeild almennings í hvoru tveggja.