Ýmis evrópsk verkefni hafa áhrif á uppfyllingu hinnar norrænu framtíðarsýnar í orkumálum til ársins 2030. Þetta eykur enn vægi öflugs norræns svæðasamstarfs á milli stjórnvalda, aðila markaðarins, fræðasamfélagsins og borgarasamfélagsins.
Á samstarfstímabilinu 2025–2030 munu norrænu löndin einkum fylgjast með endurskoðun orkureglugerða og vinnunni að nýjum markmiðum fyrir árið 2030 samkvæmt European Green Deal (EGD) og „fit for 55“. Samkvæmt EGD munu norrænu löndin geta stofnað til og aðlagað núverandi svæðasamstarf á sviðum á borð við endurnýjanlega orku (þar með talið vindorku á hafi), orkunýtni (þar með talið „energy efficiency first“), visthönnun (þar með talið Nordsyn-samstarfið), tilskipunina um orkunýtni (EED), orkunýtni í byggingariðnaði, samstarf í vetnismálum, samstarf um snjallvæðingu kerfa, landsáætlanir um orku- og loftslagsmál (NECP) og þróun raforkumarkaðar og innviða. Rannsóknir, þróun og nýsköpun munu styðja lárétt við vegvísa á mikilvægum sviðum á borð við vetnismál, föngun, nýtingu og bindingu koldíoxíðs og vindorku á hafi.