Vel virkur raforkumarkaður er lykillinn að árangursríkum umskiptum í átt til sjálfbærni. Umskiptin fela í sér stórfellda rafvæðingu norrænna samfélaga. Gert er ráð fyrir miklum breytingum á bæði raforkuframleiðslu, með aukinni framleiðslu á vind-, sólar og kjarnorku og annarri jarðefnaeldsneytislausri orkuframleiðslu, og raforkunotkun þar sem notkun eykst hjá endanotendum og nýjum stórnotendum í iðnaði, svo sem við framleiðslu á vetni og rafeldsneyti. Nauðsynlegt er að þróa áfram norrænan raforkumarkað til þess að mæta þessari þróun.