Fara í innihald

Formáli

Norrænu forsætisráðherrarnir samþykktu árið 2019 nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf: Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni snýst um þetta markmið og það gildir líka um samstarfið á sviði orkumála. 
Sjálfbær umskipti norrænna samfélaga gerast ekki án sjálbærra orkuumskipta og að þeim mun norræna orkusamstarfið stuðla. Norðurlönd hafa langa reynslu af uppbyggilegu samstarfi á sviði orkumála og þó svo að löndin séu mismunandi er um að ræða einstakt samfélag og markvisst samstarf sem styður það starf að skapa sjálfbærar lausnir og takast á við sameiginlegar áskoranir okkar.
Norrænu löndin búa öll við öflug orkukerfi og eru í fararbroddi í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Við búum við misjöfn skilyrði og misjafna forgangsröðun í samræmi við það. Hins vegar er fjöldi áskorana og tækifæra sem er sameiginlegur löndunum og við styðjum við sameiginleg markmið.  Loftslagsbreytingar krefjast þess að allir þættir samfélagsins fari í gegnum umskipti til sjálfbærari framtíðar. Samtímis búa Norðurlönd við geópólitískan veruleika sem hefur áhrif á öryggi landanna og aðfangakeðjur. Orkuumskiptin krefjast nýrrar tækni og þar hafa Norðurlönd þegar tekið leiðandi stöðu á heimsvísu. Sterk staða Norðurlanda á sviði orkumála er mikilvæg forsenda fyrir samkeppnishæfni og efnahagslegan vöxt landanna.
Um leið er afgerandi fyrir samstarfið að norrænir orkuneytendur búi við afhendingaröryggi jarðefnaeldsneytislausrar orku fyrir sem minnstan kostnað þar sem samtímis er tekið tillit til nærsamfélagsins, umhverfisins og náttúrunnar.  
Norræna ráðherranefndin um orkumál (MR-Vækst/Energi) vill með samstarfsáætluninni fyrir árin 2025-2030 forgangsraða verkefnum á sviðum þar sem samstarf landanna getur tryggt betri sjálfbær orkuumskipti en löndin geta hvert fyrir sig. Sérstök áhersla verður lögð á:
  • traust afhendingaröryggi orku til norrænna notenda og fyrirtækja,
  • styrkta stöðu Norðurlanda fyrir orkuskipti og nýsköpun,
  • uppbyggingu enn skilvirkari og meira nýskapandi norræns orkumarkaðar og
  • sterkari Norðurlönd í alþjóðlegu orkumálasamstarfi.
Markmiðið er öflugt orkusamstarf sem viðheldur og eflir viðnámsþrótt norrænu landanna, sjálfbærni og samkeppnisfærni og gerir þannig Norðurlöndum kleift að ná markmiðunum um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.
Njótið lestursins!
forord.jpg
Ebba Busch orku- og viðskiptaráðherra Svíþjóðar og Karen Ellemann framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.
Ebba Busch.png
Ebba Busch
orku- og viðskiptaráðherra Svíþjóðar
665489ca9dd46_GS underskrift KE 2023_svart.png
Karen Ellemann
framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar