Öruggt aðgengi að orku á viðráðanlegu verði skiptir sköpum fyrir norrænu löndin sem jafnframt hafa markað sér metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Norrænu löndin búa yfir mismunandi náttúruauðlindum og tryggja afhendingaröryggi með ólíkum hætti en þessar ólíku náttúruauðlindir bæta hver aðra vel upp og stuðla að auknu afhendingaröryggi á Norðurlöndum.
Atburðir síðustu ára, m.a. með aukinni spennu í heimsmálunum, hafa reynt á kerfin með tilliti til afhendingaröryggis og orkuverðs. Norrænt samstarf um afhendingaröryggi getur stuðlað að því að treysta kerfin og styrkja gagnvart framtíðaráskorunum.