Ekki er hægt að rafvæða alla orkunotkun og því er vinnan í tengslum við vetni, ammoníak, rafmetanól aðrar gerðir rafeldsneytis mikilvæg. Aukið norrænt samstarf um þessa nýju tækni á að stuðla að sjálfbærri umskiptingu í þeim atvinnugreinum sem erfitt er eða óhagkvæmt að rafvæða með beinum hætti, svo sem stál- og efnavöruiðnað og þungaflutninga að hluta, og þannig draga úr þörfinni á innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Að auki á samstarfið að stuðla að því að auka tækifæri norræns atvinnulífs á að vera í fararbroddi í þessari þróun og leggja sitt af mörkum til hnattrænna umskipta. Um þessar mundir er vetni í brennidepli í norrænu orkumálasamstarfi en til lengri tíma litið má útvíkka samstarfið í auknum mæli til annarra orkugjafa.