Samstarfsáætlunin gildir fyrir tímabilið 2025–2030 en er skipt niður í þriggja ára starfsáætlanir fyrir tímabilin 2025–2027 og 2028–2030.
Á miðju tímabilinu verður gerð úttekt og á grundvelli hennar kann ráðherranefndin að gera breytingar á samstarfsáætluninni ásamt því að fá tillögur að því hvernig rétt sé að útfæra starfsáætlun fyrir seinni hluta tímabilsins.
Auk þess verða gerðar milliúttektir eftir því sem framkvæmdastjóri og ráðherranefndin telja þörf á.
Vinnan að því að innleiða stefnu samstarfsáætlunarinnar verður rædd sem fastur liður á fundum embættismannanefndarinnar um félags- og heilbrigðismál á hálfs árs fresti. Þá verður greint frá stöðu þeirra aðgerða sem þá eru hafnar, rætt um möguleika á nýjum aðgerðum og ákvarðanir teknar ef hlutar samstarfsáætlunarinnar þarfnast skoðunar.
Í tengslum við hverja ársskýrslu um langtímaaðgerðir og -verkefni innan ramma samstarfsáætlunarinnar verður einnig skoðað vandlega hvort aðgerðirnar hafi tilætluð áhrif eða hvort gera þurfi breytingar á starfinu.