Til að Norðurlönd verði sjálfbærasta, samkeppnishæfasta og félagslega sjálfbærasta svæði heims þarf að styrkja norrænu velferðarkerfin enn frekar og búa þau undir þá framtíð sem við stöndum frammi fyrir. Öflug velferðarkerfi með jafnan og réttlátan aðgang fyrir alla munu stuðla að því að fleiri geti framfleytt sér og tekið virkan þátt í samfélaginu – sem og öflugra og réttlátara samfélagi með bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Engu að síður þarf að aðlaga velferðarkerfin að lýðfræðilegri þróun og skipuleggja þau þannig að meðferðir og aðgerðir verði árangursríkar, sjálfbærar og tryggar til framtíðar. Til að tryggja megi heilbrigðiskerfi framtíðarinnar verðum við að bregðast við ógnum á borð við sýklalyfjaónæmi, tryggja aðgengi að lyfjum, efla heilbrigðisviðbúnað og auka afhendingaröryggi.