Fara í innihald

Inngangur

Í samstarfsáætlun um félags- og heilbrigðismál er pólitískum áherslum og markmiðum fyrir tímabilið 2025–2030 lýst.
Að tryggja jafnan aðgang allra að velferferðarþjónustu og styrkja almennu velferðarkerfin; að fyrirbyggja geðræn veikindi, geðheilbrigðisvanda og einmanaleika í öllum samfélagshópum; að tryggja jöfn tækifæri allra til að lifa góðu og heilbrigðu lífi; og að grípa inn í með tímanlegum, fyrirbyggjandi og sjálfbærum aðgerðum. Þetta er kjarni þessarar samstarfsáætlunar.
Norrænu notagildi og virðisauka verður náð fram með nánu og samfelldu norrænu samráði sem styður við þekkingarmiðlun og dreifingu árangursríkra aðgerða milli landanna. Þegar það er mögulegt og nauðsynlegt þarf að hrinda beinum samnorrænum aðgerðum eða verkefnum í framkvæmd.
Við gerð samstarfsáætlunarinnar var samráð haft við Norðurlandaráð, borgarasamfélagið og aðra viðkomandi aðila. Norðurlandaráð hefur skilað athugasemdum, bæði skriflega og munnlega, á samráðsfundi um samstarfsáætlunina. Þá hafa bæði aðilar innan samstarfsins og utanaðkomandi skilað áliti um samstarfsáætlunina.
Samstarfsáætlunin er stýrandi fyrir alla starfsemi undir Norrænu ráðherranefndinni á sviði félags- og heilbrigðismála. Samstarfsáætlunin var samþykkt af ráðherranefndinni um félags- og heilbrigðismál hinn 19. september 2024 og gildir hún til 31. desember 2030.
Samstarfsáætlunin tekur mið af því hlutverki Norrænu ráðherranefndarinnar að stuðla að framtíðarsýninni um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Allar ráðherranefndir Norrænu ráðherranefndarinnar vinna að því að uppfylla framtíðarsýnina á hinum þremur stefnumarkandi áherslusviðum. Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd.
Hvað varðar samstarf á sviði félags- og heilbrigðismála er tekið mið af hinni þverfaglegur sýn á jafnréttismál, málefni barna og ungmenna, sjálfbæra þróun og fötlunarmál líkt og gert er í norrænu samstarfsáætluninni á sviði fötlunarmála fyrir árin 2023-2027. Þá er velt upp möguleikum á þverfaglegu samstarfi annarra fagsviða og aðgerða utan Norrænu ráðherranefndarinnar eins og við á og mögulegt er.
36447.jpg
Öll starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar á að stuðla að því að gera að veruleika framtíðarsýn okkar um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Samstarfsáætlunin lýsir því hvernig fagsviðið ætlar að vinna með stefnumarkandi áherslurnar þrjár.