Margir hópar í samfélaginu eru í hættu gagnvart geðrænum vandamálum, t.d. fólk í slæmri félagslegri stöðu, eldra fólk, fólk sem býr við fötlun, hinsegin fólk og hópar innflytjenda. Sífellt fleiri ungmenni á Norðurlöndum segjast finna fyrir vanlíðan, einsemd og tilfinningu um almenna vanmáttarkennd. Snemmbærar aðgerðir geta átt þátt í því að ná til ungs fólks sem er í hættu á að lenda utan menntakerfisins og vinnumarkaðarins vegna andlegra veikinda. Við þurfum að skoða upplifun íbúa norrænu landanna af einmanaleika. Í þessu starfi er einnig nauðsynlegt að leggja sérstaka áherslu á forvarnaraðgerðir gegn sjálfsvígum.