Við vitum að þátttaka – að vera hluti af félagsstarfi og geta lagt sitt af mörkum og upplifað að aðrir kunni að meta mann – stuðlar að auknu trausti og er nauðsynleg fyrir velferð fólks til langs tíma litið. Þess vegna ætti engin einstaklingur að upplifa sig útilokaðan eða að samfélagið og fólkið í kringum sig hafi gleymt sér. Sumir íbúar glíma engu að síður við útilokun í formi atvinnuleysis, landfræðilegrar einangrunar, heimilisleysis, líkamlegra og andlegra sjúkdóma, lágra tekna eða takmarkaðra tækifæra til þátttöku og inngildingar vegna skorts á aðgengi eða aðlöguðum stuðningi. Við verðum að leita lausna til að allir hópar taki þátt í samfélaginu, leggi sitt af mörkum og nýti tækifæri sín til fulls. Að efla traust milli fólks og viðhalda samheldni í samfélaginu verður sífellt mikilvægara í samfélögum þar sem fjölbreytni er mikil.