Fara í innihald

Markmið 3: Norrænu samfélögin skulu rýma og inngilda alla  

Við vitum að þátttaka – að vera hluti af félagsstarfi og geta lagt sitt af mörkum og upplifað að aðrir kunni að meta mann – stuðlar að auknu trausti og er nauðsynleg fyrir velferð fólks til langs tíma litið. Þess vegna ætti engin einstaklingur að upplifa sig útilokaðan eða að samfélagið og fólkið í kringum sig hafi gleymt sér. Sumir íbúar glíma engu að síður við útilokun í formi atvinnuleysis, landfræðilegrar einangrunar, heimilisleysis, líkamlegra og andlegra sjúkdóma, lágra tekna eða takmarkaðra tækifæra til þátttöku og inngildingar vegna skorts á aðgengi eða aðlöguðum stuðningi. Við verðum að leita lausna til að allir hópar taki þátt í samfélaginu, leggi sitt af mörkum og nýti tækifæri sín til fulls. Að efla traust milli fólks og viðhalda samheldni í samfélaginu verður sífellt mikilvægara í samfélögum þar sem fjölbreytni er mikil. 
phia_bergdahl-wheelchair_floorball-10507.jpg

Undirmarkmið 3.1: Allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að lifa góðu og sjálfstæðu lífi 

Staðan er sú að ekki allir íbúar landa hafa okkar tækifæri nýta möguleika sína til fulls og sjá fyrir sér sjálfir. Þess vegna verðum við að þróa fleiri aðgengilegar stafrænar lausnir sem gera fólki kleift að sækja sér menntun, vinna og taka þátt í félagsstarfi óháð landfræðilegri búsetu og/eða líkamlegri eða andlegri getu. Velferðartæknilausnir og efld stafræn heilbrigðis- og félagsþjónusta eru nauðsynlegar til að geta boðið upp á snemmbæran stuðning og hjálp og auðvelda sjálfstæða tilveru. Um leið verðum við að kanna hvernig jaðarsettustu hóparnir, sem glíma til dæmis við heimilisleysi, eiturlyfja- og áfengisfíkn eða aðrar alvarlegar félagslegar áskoranir, geta fengið þann stuðnings sem þeir þurfa á að halda.

Undirmarkmið 3.2: Öll börn og ungmenni eiga að hafa sess í samfélaginu og jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og stöðugleika með góðum framtíðarhorfum. 

Aðstæður við uppvöxt barna geta haft áhrif á heilsu þeirra og vellíðan bæði snemma og seinna í lífinu. Þróa þarf og miðla um Norðurlönd reynslunni af því að styðja við börn og ungmenni til að stuðla að heilbrigðum og öruggum uppvexti og vegferð til fullorðinsára. Aukin notkun skjáa og stafrænna miðla hjá börnum og ungmennum hefur þá hættu í för með sér, fyrir utan að þau verða fyrir áhrifum af skaðlegu efni á netinu, að minna fer fyrir mikilvægum heilsueflandi athöfnum. Þekkingu á fyrirbyggjandi aðgerðum til að stuðla að vellíðan barna og ungmenna, meðal annars í tengslum við skjánotkun og stafræna miðla, þarf að miðla á milli norrænu landanna og efla þarf norrænt samstarf á því sviði. 

Undirmarkmið 3.3: Allir skulu hafa tækifæri til að taka þátt í uppbyggilegu félagsstarfi. 

Allir skulu hafa tækifæri til að taka þátt í félagsstarfi óháð bakgrunni og aðstæðum. Ekki hafa allir tækifæri til þess í dag. Þetta á til dæmis við um þau sem búa á strjálbýlum svæðum eða búa við bágborinn efnahag, fötlun, andleg veikindi eða aðrar félagslegar áskoranir. Við verðum að vinna markvisst að því að bæta stuðning við þessa hópa til að þeir geti tekið þátt í samfélögum, íþróttaviðburðum, félagsstarfi og öðru sem þá dreymir um að vera hluti af. Þá þurfa að finnast fyrirbyggjandi aðgerðir og gott og fjölbreytt félagsstarf fyrir börn og ungmenni sem eiga á hætt að verða utanveltu í menntun og atvinnulífi. Hér geta aðilar og verkefni borgarasamfélagsins gegnt lykilhlutverki. Þróa þarf það hlutverk frekar.