Norrænn virðisauki í forgangsmálum samstarfsáætlunarinnar
Norrænn virðisauki er mikilvægt viðmið þegar meta á mikilvægi og skilvirkni norræns samstarfs.
Norrænn virðisauki er sá sem skapast af aðgerðum sem koma til viðbótar við virði sem hefði skapast í löndunum sjálfum. Norrænn virðisauki getur meðal annars falist í aðgerðum sem skapa tengsl, draga úr hindrunum og sundrung, safna saman auðlindum og færni, raungera ónýtt tækifæri og skapa samlegðaráhrif.
Norrænt samstarf um atvinnustefnu á að skapa skýran virðisauka fyrir löndin og fylla út starf þeirra í löndunum og á ESB-stigi. Til að skapa meiri virðisauka norræns samstarfs verða löndin að veðja á aukinn skilning og samstarf á sviðum þar sem styrkleikastöður landanna bæta hver aðra enn betur upp í virðiskeðjum og vistkerfum þvert á landamæri og svið. Norðurlöndin búa yfir sameiginlegum verðmætagrunni og öflugu atvinnulífi sem veitir góð skilyrði til að koma á fót sterkum klösum og sjálfbærum og öruggum virðiskeðjum sem stuðla að norrænum virðisauka. Norrænt samstarf getur gefið kost á hraðari umskiptum þar sem tekist er á við sameiginlegar áskoranir með sameiginlegum aðgerðum.