Fara í innihald

Markmið 2: Norðurlönd leiðandi á sviði sjálfbærra viðskipalíkana og hringrásar­hagkerfa

simon_paulin-students-5400.jpg

Undirmarkmið 2.1: Aukin aðlögunarhæfni þegar ný tækni og stafrænar lausnir eru teknar í notkun, þvert á svið og vistkerfi.

Samstarf um að gera Norðurlöndin leiðandi á sviði sjálfbærra viðskiptalíkana og hringrásarhagkerfa getur falist í aðgerðum sem gefa fyrirtækjum betri kost á að nýta nýja tækni og tæki sem styðja við sjálfbær viðskiptalíkön.

Mikilvægur þáttur samstarfsins verða aðgerðir til að efla norræn samstarfsnet með það fyrir augum að greiða fyrir nýsköpun og þróun nýstárlegra lausna á forgangssviðum og styrkleikastöðum. Kannaðir verða möguleikar á að efla norrænt samstarf um notkun ýmis konar gagna og gagnaskipti.

Undirmarkmið 2.2: Markvisst samstarf um þróun viðnámsþols; (viðnámsþolnar) virðis- og aðfangakeðjur í grænu atvinnulífi.

Á sviðum þar sem atvinnustefna getur skipt máli ber að efla viðnámsþol norræns atvinnulífs með markvissu samstarfi um auðlindir og mikilvæg hráefni. Meðal annars má beina sjónum að hringrásaraðgerðum, hagkvæmri auðlindanýtingu og þróun nýrrar tækni, þar á meðal framleiðsluaðferða og endurnýtingu mikilvægra hráefna. Norrænt samstarf á sviði atvinnustefnu um afhendingaröryggi og mikilvæg hráefni á yfirleitt að koma til viðbótar við aðgerðir í löndunum og samstarf á ESB-stigi.

Undirmarkmið 2.3: Markvisst samstarf um sjálfbærni­skýrslur og gögn 

Einnig má beina aðgerðum til að ná settu markmiði að þróun sameiginlegra tækja og leiðbeininga til að bregðast við kröfum um sjálfbærniskýrslur, og sömuleiðis sjálfvirknivæðingu og gagnaskiptum sem stuðla að verðmætasköpun og aukinni samkeppnisfærni fyrirtækja. Eins getur verið um að ræða aðgerðir sem styðja við forsendur fyrirtækja til að geta staðið undir nýjum grænum kröfum ESB og gera sjálfbærni fyrirtækja að samkeppnisforskoti.