Á sviðum þar sem atvinnustefna getur skipt máli ber að efla viðnámsþol norræns atvinnulífs með markvissu samstarfi um auðlindir og mikilvæg hráefni. Meðal annars má beina sjónum að hringrásaraðgerðum, hagkvæmri auðlindanýtingu og þróun nýrrar tækni, þar á meðal framleiðsluaðferða og endurnýtingu mikilvægra hráefna. Norrænt samstarf á sviði atvinnustefnu um afhendingaröryggi og mikilvæg hráefni á yfirleitt að koma til viðbótar við aðgerðir í löndunum og samstarf á ESB-stigi.