Samstarf um að efla svæðisbundin og hnattræn markaðstækifæri norrænna fyrirtækja þýðir að Norðurlöndin taki þegar það á við höndum saman um að tryggja sambærilegar reglur og staðla til að stuðla að afnámi stjórnsýsluhindrana og skapa góð starfsskilyrði fyrir fyrirtæki þvert á landamæri Norðurlanda. Samstarfið á að vera viðbót við samstarf sem fyrir er milli landanna, meðal annars um einföldun reglugerða. Einnig má marka afstöðu Norðurlanda ef þörf krefur við mótun reglugerða á vettvangi ESB og alþjóðlega.