Fara í innihald

Markmið 3: Efla svæðisbundin og hnattræn markaðstækifæri fyrir norræn fyrirtæki

per_pixel_petersson-aerial_of_norway-sweden_crossing-5237.jpg

Undirmarkmið 3.1: Markvisst norrænt samtal sem styrkir stöðu og rödd Norðurlanda sem leiðandi græns svæðis í heiminum.

Samstarf um að efla svæðisbundin og hnattræn markaðstækifæri norrænna fyrirtækja þýðir að Norðurlöndin taki þegar það á við höndum saman um að tryggja sambærilegar reglur og staðla til að stuðla að afnámi stjórnsýsluhindrana og skapa góð starfsskilyrði fyrir fyrirtæki þvert á landamæri Norðurlanda. Samstarfið á að vera viðbót við samstarf sem fyrir er milli landanna, meðal annars um einföldun reglugerða.  Einnig má marka afstöðu Norðurlanda ef þörf krefur við mótun reglugerða á vettvangi ESB og alþjóðlega.     

Undirmarkmið 3.2: Efla samstarf milli norrænna klasa og nýsköpunarvistkerfa.

Norðurlöndin hafa löngum lagt áherslu á sjálfbærni. Það getur veitt norrænu atvinnulífi mikilvægt forskot við framleiðslu og útflutning á nýstárlegum grænum lausnum. Fyrirtæki sem hefja snemma þróun vöru og þjónustu sem fylgir lítil losun munu geta nýtt markaðstækifæri í hnattrænu hagkerfi lítillar losunar.  Græn umskipti eru orðin samkeppnisforskot rétt eins og græn stefna er orðin efnahagsstefna.
Erhvervsministeriet (2023). Redegørelse om vækst og konkurrenceevne. 35.
von der Layen, U. (2023). State of the Union Address. European Commission. 

Undirmarkmið 3.3: Markvisst samstarf um alþjóðavæðingu norrænna fyrir­tækja og nýstár­legar lausnir sem fela í sér hnattræn sóknarfæri.

Ef takast á að viðhalda og auka leiðandi stöðu Norðurlanda sem svæðis verða löndin að veðja markvisst á aukinn skilning á og samstarf um hvernig mismunandi styrkleikar landanna geta bætt hver annan betur upp í virðiskeðjum og vistkerfum. Það getur hraðað skölun og aukið útflutning á norrænum lausnum í grænum umskiptum.