Aðgangur að fjármögnun er mikilvægt málefni fyrir norrænt atvinnulíf, ekki síst við þróun nýstárlegra og grænna lausna. Beina má sjónum að tilteknum vaxtarstigum, allt frá sprotafyrirtækjum til skölunar, og að tilteknum sviðum. Norrænt samstarf um aðgang að fjármögnun á að byggjast á greiningu á göllum markaðarins og vel skilgreindum sviðum þar sem norrænar aðgerðir geta komið til viðbótar við aðgerðir/tæki landanna og alþjóðlega. Beina má sjónum að því að greina hindranir hagvaxtar og að sviðum þar sem norrænt samstarf getur stuðlað að jákvæðri þróun. Einnig getur verið um að ræða markvisst norrænt samstarf um fjármögnun þróunar og nýsköpunar, til dæmis áætlanir/tæki hjá ESB/EES.