Pólitísk áherslur samstarfsáætlunarinnar byggjast á skuldbindingu ráðherra stafvæðingar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum um að tryggja að svæðið haldi stöðu sinni sem leiðandi í stafvæðingu og að það verði það svæði sem lengst hefur komist í þeim efnum árið 2030 og tryggja um leið að allir á svæðinu njóti góðs af hinni stafrænu væðingu óháð aldri, kyni, efnahag, menntun eða stafrænni færni.
Í nánu samstarfi við aðrar ráðherranefndir mun MR-DIGITAL leggja sitt af mörkum svo að opinberi geirinn uppfylli þarfir bæði fólks og fyrirtækja á svæðinu núna og til framtíðar og samræmdri innleiðingu regluverks ESB og frjálsri för og tengjanleika á svæðinu. MR-DIGITAL mun einnig vinna að því að efla stafræna færni og hæfni og ábyrga notkun stafrænnar tækni auk þess að taka forystuna í að drífa áfram stafrænu og grænu umskiptin og sjálfbæran hagvöxt. MR-DIGITAL mun taka þátt í samstarfi varðandi samþykkt Evrópustaðla, innviði, samnýtingu gagna, gagnarými og samvirkni, sem og tengjanleika í samræmi við viðeigandi framtaksverkefni og löggjöf Evrópusambandsins.
Norðurlönd og Eystrasaltsríkin geta verið leiðandi í stafrænum umskiptum innan ESB og á heimsvísu og sýnt fram á að hægt sé að nota stafræna tækni og gögn og miðla þeim á sanngjarnan, opinn, öruggan, ábyrgan og lýðræðislegan hátt. Með samstarfi er hægt að styrkja rödd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á alþjóðlegum vettvangi, til að hafa áhrif á stefnur og viðmiðanir sem koma út úr því starfi til að tryggja að þau séu í samræmi við gildi okkar og fyrirliggjandi innviði.
Við lifum á tímum örrar tækniþróunar. Í áætluninni eru sett fram almenn markmið fyrir samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um stafvæðingu, byggt á núverandi samstarfi og á grundvelli sameiginlegra gilda okkar og framtíðarsýnar um öruggara, grænna og frjálsara svæði 2030.
Áskoranir og tækifæri sem felast í því að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í þessari áætlun eru tengd áskorunum og þróun á alþjóðavísu: