Fara í innihald

Pólitískar áherslur

Pólitísk áherslur samstarfsáætlunarinnar byggjast á skuldbindingu ráðherra stafvæðingar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum um að tryggja að svæðið haldi stöðu sinni sem leiðandi í stafvæðingu og að það verði það svæði sem lengst hefur komist í þeim efnum árið 2030 og tryggja um leið að allir á svæðinu njóti góðs af hinni stafrænu væðingu óháð aldri, kyni, efnahag, menntun eða stafrænni færni.
Í nánu samstarfi við aðrar ráðherranefndir mun MR-DIGITAL leggja sitt af mörkum svo að opinberi geirinn uppfylli þarfir bæði fólks og fyrirtækja á svæðinu núna og til framtíðar og samræmdri innleiðingu regluverks ESB og frjálsri för og tengjanleika á svæðinu. MR-DIGITAL mun einnig vinna að því að efla stafræna færni og hæfni og ábyrga notkun stafrænnar tækni auk þess að taka forystuna í að drífa áfram stafrænu og grænu umskiptin og sjálfbæran hagvöxt. MR-DIGITAL mun taka þátt í samstarfi varðandi samþykkt Evrópustaðla, innviði, samnýtingu gagna, gagnarými og samvirkni, sem og tengjanleika í samræmi við viðeigandi framtaksverkefni og löggjöf Evrópusambandsins.
Norðurlönd og Eystrasaltsríkin geta verið leiðandi í stafrænum umskiptum innan ESB og á heimsvísu og sýnt fram á að hægt sé að nota stafræna tækni og gögn og miðla þeim á sanngjarnan, opinn, öruggan, ábyrgan og lýðræðislegan hátt. Með samstarfi er hægt að styrkja rödd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á alþjóðlegum vettvangi, til að hafa áhrif á stefnur og viðmiðanir sem koma út úr því starfi til að tryggja að þau séu í samræmi við gildi okkar og fyrirliggjandi innviði.
Við lifum á tímum örrar tækniþróunar. Í áætluninni eru sett fram almenn markmið fyrir samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um stafvæðingu, byggt á núverandi samstarfi og á grundvelli sameiginlegra gilda okkar og framtíðarsýnar um öruggara, grænna og frjálsara svæði 2030.
Áskoranir og tækifæri sem felast í því að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í þessari áætlun eru tengd áskorunum og þróun á alþjóðavísu:  
Til að tryggja að svæðið okkar haldi efnahagslegum styrk sínum og samkeppnishæfni, og standi vörð um manneskjumiðaða nálgun okkar, þurfum við að vera í fararbroddi í tækniþróun nútímans og beita samræmdri og þverfaglegri nálgun í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.

Loftslagsbreytingar, umhverfiskreppa og árangur við stafrænu og grænu umskiptin

Til að takast á við umhverfiskreppur, loftslagsbreytingar og draga úr kolefnislosun þarf umtalsverða fjárfestingu í endurnýjanlegri orku, sjálfbærum samgöngum og grænum innviðum, auk samstarfs yfir landamæri og þvert á atvinnugreinar til að samræma stefnumótun og forgangverkefni. Um leið og við þurfum að ná árangri við grænu umskiptin eru samfélög okkar einnig að ganga í gegnum stafræn umskipti. Græn og stafræn umskipti ættu að styrkja hvort annað: Ný tækni, betri nýting og miðlun gagna, auk nýstárlegra stafrænna lausna geta, ef þau eru notuð í grænum umskiptum, auðveldað stefnumótun og ákvarðanatöku og skilað snjallari og skilvirkari loftslagshlutlausum lausnum bæði fyrir opinbera geirann og einkageirann. Hins vegar eru stafræn umskipti ekki græn í sjálfu sér og bregðast þarf við álitamálum varðandi orkunotkun, auðlindanýtni og úrgang frá stafrænum lausnum eða kerfunum sjálfum.
Umskiptin tvenn og metnaðarfull markmið í Grænu samkomulag í Evrópu krefjast samhliða samstarfsátaks, þar sem leiddir eru saman allir viðeigandi aðilar, allt frá stefnumótunaraðilum til vísindafólks til nýsköpunarfyrirtækja. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin eru í fararbroddi á sviði nýsköpunar og stafvæðingar, og eru, með metnaði sínum í umhverfismálum, í góðri stöðu til að skila lausnum til stafrænna og grænna umskipta. Fjárfestingar í hinni öflugu ofurtölvu, LUMI, sem hefur aðsetur í Finnlandi veitir okkur svæðisbundið forskot til að þróa stafræna tækni sem styður við loftslagsaðgerðir.
Norðurlönd og Eystrasaltsríkin eru í fararbroddi á sviði nýsköpunar og stafvæðingar, og eru, með metnaði sínum í umhverfismálum, í góðri stöðu til að skila lausnum til stafrænna og grænna umskipta.

Þróun efnahagsmála á heimsvísu, hröð stafræn umskipti og stjórnsýsluhindranir

Til að tryggja að svæðið okkar haldi efnahagslegum styrk sínum og samkeppnishæfni, og standi vörð um manneskjumiðaða nálgun okkar, þurfum við að vera í fararbroddi í tækniþróun nútímans og beita samræmdri og þverfaglegri nálgun í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Munur á innleiðingu reglugerða sem tengjast stafvæðingu skapar hindranir á samstarfi yfir landamæri á svæðinu og gert samræmingu staðla erfiðari. Samstarf um þróun og framkvæmd nýrra og núverandi reglugerða ESB mun því stuðla að einfaldara lagaumhverfi á svæðinu. Til að auka stafrænt og gagnamiðað samspil milli viðkomandi hagsmunaaðila á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjumanna, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum, er mikilvægt að stuðla að samvirkni og samræma reglugerðir og staðla til að auðvelda miðlun gagna yfir landamæri.
Þróun gervigreindar er ör og nýting hennar í samfélaginu eykst í sífellu. Gervigreind getur stuðlað að auknum hagvexti, framleiðni og skilvirkni og hjálpað til við að leysa brýnar samfélagslegar áskoranir. Þó getur notkun gervigreindar ógnað opinberum stjórnunarháttum og ákvarðanatöku, auk þess að hafa áhrif á lýðræðisleg ferli og upplýsingar með aukinni hættu, t.d. á algóritmaskekkju (e. algorithmic bias) eða misvísandi og villandi upplýsingum. Öruggt er að gervigreind er lykillinn að stafrænum umskiptum og mun halda áfram að hafa sífellt aukin áhrif á hagkerfið og daglegt líf.
Gervigreind er lykillinn að stafrænum umskiptum og mun halda áfram að hafa sífellt aukin áhrif á hagkerfið og daglegt líf.

Landfræðipólitísk áhætta, svæðisbundinn óstöðugleiki og öryggisógnir sem steðja að stafrænum innviðum

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru í flókinni landfræðipólitískri stöðu þar sem nágrannalöndin glíma við pólitískan óstöðugleika og átök. Vísvitandi eyðilegging innviða í Úkraínu, þ.m.t. stafrænna innviða, sýnir fram á þörfina á viðnámsþoli í fjarskiptanetum. Auk netárásanna í Úkraínu höfum við einnig séð vaxandi þróun skipulagðra netglæpa á alþjóðavettvangi. Eftir því sem svæðið verður meira tengt og reiðir sig á stafræna tækni eykst netöryggishætta og öryggisáhætta fyrir stafræna innviði, eins og bersýnilega kom í ljós með atvikunum í Eystrasalti sem höfðu áhrif á mikilvæg neðansjávargrunnvirki. Viðhald og endurbætur á öflugum, álagsþolnum og umframa stafrænum innviðum og hátt öryggisstig í þeirri stafrænu þjónustu sem samfélög okkar reiða sig á, hefur orðið sífellt mikilvægari og lykilþáttur í heildaröryggi okkar. Að takast á við þessa áhættu mun krefjast náinnar samvinnu milli landa á svæðinu, auk fjárfestinga í rannsóknum á sviði netöryggis, þróunar og menntunar og færni, bæði fyrir almenning og sérfræðinga.
Viðhald og endurbætur á öflugum, álagsþolnum og umframa stafrænum innviðum og hátt öryggisstig í þeirri stafrænu þjónustu sem samfélög okkar reiða sig á, hefur orðið sífellt mikilvægari og lykilþáttur í heildaröryggi okkar.

Lýðfræðilegar breytingar, stafræna gjáin og munur á tengingu og færni

Lýðfræðilegar breytingar, þ.m.t. öldrun íbúa og fólksflutningar setja þrýsting á velferðarkerfi svæðisins og samfélagslega samheldni. Þrátt fyrir mikla stafvæðingu á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum er enn verulegur munur á aðgangi að stafrænni tækni og færni, sem stuðlar að stafrænni gjá og hægt á aukinni samkeppnishæfni, nýsköpun og samstarfi. Innan svæðiðsins okkar eru nokkrir af stafvæddustu opinberu geirum í heiminum, sem gerir þá skilvirka, árangursríka og betur búna til að mæta þörfum fólks og fyrirtækja. Þetta hefur einnig varpað ljósi á mikilvægi stafrænnar inngildingar til að tryggja að opinberi geirinn sé aðgengilegur öllum og að enginn sé skilinn útundan. Svæðisbundið samstarf um þróun og framkvæmd aðgerða til að gera stafræna þjónustu aðgengilegri öllum íbúum okkar mun skipta öllu máli til að við höldum stöðu okkar sem leiðandi á sviði stafrænnar tækni sem og samkeppnishæfni svæðisins. Örar tæknibreytingar krefjast ekki aðeins öflugra samskiptainnviða og stafrænnar hæfni íbúa, heldur einnig mjög hæfs vinnuafls. Án markvissra fjárfestinga stendur svæðið frammi fyrir hæfniskorti.
Til að geta nýtt þessi tækifæri og takast á við áskoranir þarf samræmda nálgun yfir landamæri og þvert á atvinnugreinar þar sem tekið er tillit til tækni, menntunar, rannsókna, löggjafar og samstarfs opinberra aðila og einkaaðila, auk fjárfestinga í stafrænum innviðum og öflugu samstarfi til að samræma stefnur og forgangsmál.
Örar tæknibreytingar krefjast ekki aðeins öflugra samskiptainnviða og stafrænnar hæfni íbúa, heldur einnig mjög hæfs vinnuafls.

Markmið og undirmarkmið

Til að stuðla að því að Norðurlönd og Eystrasaltsríkin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030 hefur Norræna ráðherranefndin um stafvæðingu sett sér eftirfarandi markmið og undirmarkmið fyrir árin 2025 til 2030.