Að tala einum rómi og hafa þannig áhrif á evrópsk og alþjóðleg málefni sem tengjast stafrænum grunnvirkjum yfir landamæri með því að nýta og styrkja núverandi samstarf á þessu sviði. Þessu mætti ná fram með því að tengja saman og samræma ýmiss konar verkefni og vinnu sérfræðinga á sviði stafrænna innviða, ásamt því að tengja forgangsverkefni í hverju landi við markmið og undirmarkmið MR-DIGITAL. Þetta gæti t.d. falist í því að leiða saman ábyrgðaraðila lykilsviða í hverju landi og mynda vettvang þvert á landamæri til að festa í sessi og styrkja málefni sem tengjast stafrænum innviðum, með það að markmiði að stuðla að auknum tengjanleika og frjálsri för á svæðinu.
Samstarf getur falist í því að efla samstarfsnet á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum, auðvelda samskipti og tæknilegar umræður um framfarir 5G-tækninnar og aðra stafræna innviði, auk þess að og koma auga á áskoranir og nýja þróun sem skiptir máli fyrir regluverk Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.