Netöryggi er mikilvæg forsenda stafrænnar þróunar. Viðhald og endurbætur á öryggi stafrænna innviða okkar og þjónustu er orðið órjúfanlegur þáttur í viðnámsþrótti samfélagsins og borgaralegum vörnum. Samstarf um miðlun upplýsinga og reynslu til að tryggja áreiðanlega stafræna innviði, auk nauðsynlegrar hæfni og getu til að bera kennsl á og takast á við netatvik eða -árásir, mun stuðla að viðnámsþoli í upplýsingastjórnun og stafrænu öryggi. Almenn færni í upplýsinga- og fjarskiptatækni auk stafrænnar hæfni eru óaðskiljanlegur þáttur af heildaröryggi á netinu en einnig nauðsynlegt til að taka þátt í stafrænu hagkerfi og hinu daglega lífi í stafvæddum samfélögum okkar. Öll löndin á svæðinu standa frammi fyrir svipuðum áskorunum við að tryggja að enginn verði eftir í hinum stafrænu umskiptum og mikið virði getur legið í samstarfi um þekkingarmiðlun og að finna bestu starfsvenjur og hagkvæmustu lausnir. Samstarf milli landa og samstarf þvert á landamæri verður lykillinn að svæðisbundinni samfellu, að deila bestu starfsvenjum sín á milli og að betrumbæta hvernig við nálgumst stefnumörkun.